Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Perlur
Hannyrðahornið 27. júlí 2015

Perlur

Höfundur: Guðrún María Guðmundsdóttir
Þessi þægilega peysa á þau yngstu er prjónuð úr Baby Star garninu sem er sjálfmunstrandi og kemur fallega út í barnaflíkur og teppi. Garnið er til í 11 fallegum litum hjá okkur og einnig í netversluninni, www.garn.is. 
 
Stærð:
6-9 (12-18) 24 mánaða
 
Garn:
Kartopu Baby Star: 2 (2) 2 dokkur
 
Prjónar:
Hringprjónn 60 sm nr 3,5
 
Prjónfesta:
22 lykkjur = 10 sm
 
Yfirvídd:
56 (60) 66 sm
 
Ermalengd: 
19 (21) 24 sm 
 
Sídd: 26 (31) 34 sm
 
Perluprjón: 
Umferð 1: *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin* endurtakið *-* út umferðina 
Umferð 2: *1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt* endurtakið *-* út umferðina 
endurtakið umferð 1 og 2
 
Aðferð: Peysan er prjónuð fram og til baka.
Bak- og framstykki: Fitjið upp 123 (131) 145 lykkjur og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 16 (20) 25 sm. Fellið af fyrir handvegi; prjónið 29 (31) 34 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 57 (61) 69 lykkjur fellið af 4 lykkjur, prjónið 29 (31) 34 lykkjur. Nú er bak- og framstykki prjónuð sér.
 
Bak: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 10 (11) 12 sm. Setjið 19 (19) 21 lykkjur fyrir miðju á þráð/nælu. Geymið stykkið.
 
Framstykki: Prjónið perluprjón en fellið af í handvegi 1x2 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 6 (7) 8 sm. Fellið af í hálsmáli 4,3,2,1 lykkjur í annarri hverri umferð. Prjónið áfram þar til stykkið er jafnlangt bakstykki. Prjónið hitt framstykkið eins en speglað.
Lykkið saman axlir eða fellið af með þremur prjónum.
 
Ermar: Fitjið upp 34 (34) 36 lykkjur, tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið perluprjón, 8 umferðir. Prjónið áfram slétt prjón auk en aukið út um 1 lykkju sitthvorum megin við prjónamerki í 6 hverri umferð alls  4 (6) 7 sinnum = 42 (46) 50 lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram slétt prjón þar til ermin mælist um það bil 19 (21) 24 sm. Fellið af fyrir handvegi undir miðri ermi 4 lykkjur. Ermin er nú prjónuð áfram fram og til baka og fellt af fyrir ermakúpul. Fellið af á hvorri hlið: 2 lykkjur 2 (2) 2 sinnum, 1 lykkja 3 (4) 5 sinnum, 3 lykkjur 2 (3) 3 sinnum. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru.
 
Listi á framstykki: Takið upp um það bil 54-66 lykkjur og prjónið 6 umferðir perluprjón. Munið eftir að gera 3 hnappagöt á hægri lista fyrir stelpu og vinstri lista fyrir strák.
 
Kragi: Takið upp um það bil 52-62 lykkjur og prjónið 22 umferðir perluprjón. Fellið af og brjótið kragann niður.
 
Prjónakveðja, Guðrún María Guðmundsdóttir
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð