Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Höfundur: Handverkskúnst

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gaman að eiga gular tuskur með fallegu blaðamynstri. Þessar eru prjónaðar úr dásamlega bómullargarninu Drops Safran.

DROPS Design: Mynstur e-282.

Efni:
ca 24x24 cm.

Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst)
- 50 g (litir á mynd: nr 10 vanillugulur og nr 11, skærgulur)

Prjónar: nr 2,5 eða þá stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

TUSKA: Tuskurnar eru prjónaðar fram og til baka.

Fitjið upp 67 lykkjur á prjóna nr 2,5 með Safran. Prjónið 3 umferðir slétt, prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð = 73 lykkjur. Prjónið síðan áfram eftir mynsturteikningu frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni – sjá útskýringu að ofan, A.1 yfir 15 lykkjur, A.2 yfir 40 lykkjur (= 2 sinnum á breidd), A.3 yfir 14 lykkjur og prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram að prjóna eftir mynsturteikningu þar til mynsturteikning hefur verið prjónuð 2 sinnum á hæðina. Prjónið síðan mynsturteikningu 1 sinni til viðbótar, en endið eftir umferð merktri með ör. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 lykkjur jafnt yfir = 67 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð.

Klippið frá og festið enda.

Prjónið eina tusku í hvorum lit eða nokkrar í alls konar litum.

Prjónapáskakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...

Klukkutrefill
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar f...

Barnateppið Jörð
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Kaðlapeysa á hunda
Hannyrðahornið 9. febrúar 2022

Kaðlapeysa á hunda

Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og auðvitað á besti vinur mannsins skilið að eig...

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
Hannyrðahornið 14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Hér er uppskrift að ullarsökkum Huldu Brynjólfsdóttur, í Uppspuna.

Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einst...