Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Páskakarfa
Hannyrðahornið 16. apríl 2014

Páskakarfa

Efni: Lyppa ljósgul. 2 dokkur.
Heklunál nr 3
Karfan er hekluð frá botni og upp í hring.
Botninn ræður stærðinni á körfunni svo að þið getið haft hana í þeirri stærð sem þið kjósið.
Hún er svo stífuð með sykurstífelsi helmingur heitt vatn og helmingur sykur sem er leystur vel upp, karfan gegnbleytt og strekkt utan um skál á hvolfi og látin þorna vel. Skálin sem notuð er ræður lögun körfunnar.
Skammstafanir:
ll > loftlykkjur
st > stuðlar
fl > fastalykkjur
 
Karfa
1. Fitjið upp 3 ll og tengið í hring.
2. Heklið 6 fl í hringinn, tengið.
3. Heklið nú 2 fl í hverja fl.tengið
4. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl.tengið.
5.Heklið 2 fl í hverja fl tengið.
6. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
7. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverna fl tengið.
8. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið.
9. 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl, tengið.
10-13.fl í fl allan hringinn, tengið.
14. 3fl, 2 fl í sömu fl allan hringinn, tengið.
15-17.fl í fl allan hringinn, tengið.
18. Nú eru heklaðir stuðlar allan hringinn en aðeins tekið í innri 
hluta lykkjunnar þannig að myndist kantur.
Heklaðar 9 umferðir stuðlar.
Pífa:
1 fl, * 8 ll 1 fl í 5 lykkju * endurtekið *-* allan hringinn.
Snúið við og heklið í hina áttina þannig að pífan snúi rétt.
Hekla 15 stuðla utan um loftlykkjubogana allan hringinn.
3 ll stingið heklunálinni gegnum fyrstu ll og heklið 1 fl þannig að myndist takki.
1 fl í 3ja stuðul endurtakið það eiga að vera 5 takkar á hverjum boga.
Gangið frá endum og stífið.
 
Eggjabelti
Við notum litríka afganga úr prjónakörfunni í beltin.
Prjónar nr 4, Gott að nota stutta prjóna.
Fitjið upp 28 l á 4 prjóna.
Tengið í hring.
1 umferð slétt.
2 l slétt saman 4 sl slegið upp á prjóninn 1 l sl slegið upp á 4 l sl, 2 l sl saman 1 l sl, endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 3 l sl slegið uppá 3 l sl slegið uppá 3 l sl 2 l sl saman 1 l slétt endurtekið.
Slétt umferð.
2 l sl saman 2 sl slegið uppá 2 l sl saman slegið uppá 1 l sl slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2 sl 2 sl saman 1 sl.
Slétt umferð.
2 sl saman slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2sl saman slegið uppá
1 sl endurtekið allan hringinn.
1 sl umferð.
Fellt af.
Hitt beltið er bara 1 sl og 1br 12 umferðir.
Gleðilega páska.

2 myndir:

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...