Nettur hálsklútur / sjal
Hannyrðahornið 7. mars 2023

Nettur hálsklútur / sjal

Höfundur: DROPS DESIGN

Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni úr dásamlega Drops Sky garninu.

DROPS Design: Mynstur sk-182

Stærð
Hæð: Mælt frá miðju = ca 20 cm.
Breidd: Mælt meðfram efri hlið frá hlið að hlið =ca116cm.

Garn: DROPS SKY (fæst í Handverkskúnst): 50 g litur á mynd nr 09, trönuber

Prjónar: Hringprjónn nr 4, 60 cm.

Prjónfesta: 21 lykkja á breidd og 42 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10x10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá hlið að hlið.

SJAL: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Sky. Prjónið og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1 (fyrsta umferð er frá réttu). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka, prjónið garðaprjón og sléttprjón eins og áður jafnframt því sem útaukning heldur áfram innan við 2 lykkjur í byrjun á 6. hverri umferð.

Það eru alltaf 2 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið á stykki og það verða fleiri og fleiri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki.
Þegar stykkið mælist ca 56 cm frá uppfitjunarkanti er prjónað garðaprjón og sléttprjón eins og áður án þess að auka út í 4 cm. Haldið áfram í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður, en nú er lykkjum fækkað innan við 2 lykkjur sléttprjón í sömu hlið á stykki eins og aukið var út áður.

Þ.e.a.s. prjónað er frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Prjónið eins og áður út umferðina. Haldið áfram með úrtöku innan við 2 lykkjur sléttprjón í byrjun á 6. hverri umferð, það eru áfram 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á stykki og það verða færri og færri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki. Prjónið svona þar til 5 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 umferðir eins og áður og fellið af í næstu umferð. Stykkið mælist ca 116 cm.

Nettur hálsklútur / sjal
Hannyrðahornið 7. mars 2023

Nettur hálsklútur / sjal

Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni úr dásamlega Drops Sky garninu.

Skuggi
Hannyrðahornið 21. febrúar 2023

Skuggi

Falleg lopapeysa sem prjónuð er úr tvöföldum plötulopa

Lambhúshetta fyrir kalda daga
Hannyrðahornið 7. febrúar 2023

Lambhúshetta fyrir kalda daga

Lambhúshettan er yfirleitt prjónuð á barnabörnin mín sem eru á leikskóla fyrir v...

Fallegur og hlýlegur kragi
Hannyrðahornið 24. janúar 2023

Fallegur og hlýlegur kragi

Þennan fallega kraga má nota við ýmis tækifæri; til þess að halda á sér hita, up...

Piparkarlinn Gingy
Hannyrðahornið 13. desember 2022

Piparkarlinn Gingy

Skemmtilegur piparkökukarl heklaður úr 2 þráðum af DROPS Safran.

Salka Valka-húfan
Hannyrðahornið 29. nóvember 2022

Salka Valka-húfan

Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þe...

Skógarfjör
Hannyrðahornið 4. nóvember 2022

Skógarfjör

Fallegir jólalegir sokkar prjónaðir úr Drops Nord

Benjamína-vettlingar
Hannyrðahornið 1. nóvember 2022

Benjamína-vettlingar

Munstrið á þessum vettlingum er innblásið af minni fyrstu lopapeysuhönnun sem he...