Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ljósmæðratuskan
Hannyrðahornið 4. október 2019

Ljósmæðratuskan

Höfundur: Handverkskúnst
Ljósmæðrateppið hefur verið mjög vinsælt síðustu árin enda afskaplega fallegt teppi. Ég var svo hrifin af þessu mynstri að ég ákvað að yfirfæra það í tusku og finnst útkoman bara nokkuð vel heppnuð. 
 
Garn:  Scheepjes Cotton 8 eða Scheepjes Sunkissed, 1 dokka, fæst hjá Handverkskúnst.
 
Heklunál: 3 mm 
 
Stærð tusku með kanti: B 24 x L 22 cm. 
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, L – lykkja, LL – loftlykkja, FP – fastapinni, ST – stuðull, LL-bil – loftlykkjubil. 
 
Hekið 57 LL 
 
1. umf: Heklið 1 ST í fjórðu LL frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er teljast sem 1 ST), 1 ST í allar L. (54 ST)
 
2.-3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 53 L. 
 
4. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L.
 
5. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L (líka LL-bil), 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L. 
 
6. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 7 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 ST. 
 
7. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 3 L, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L. 
 
8. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 6 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 2 ST, 1 FP í LL-BIL, 3 LL, sl. 2 ST, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 30 L. 
 
9. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í LL-BIL, 3 LL, sl. 1 FP, 2 ST í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L. 
 
10 umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 3 ST í LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 L. 
 
11. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L.
 
Endurtakið 4.-11. umf tvisvar sinnum til viðbótar. 
 
28. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L. 
29.-31. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 53 L.
 
Heklið 1 umferð af FP í kringum tuskuna og heklið svo 1 umferð af krabbahekli.
 
Vona að ykkur líki tuskan jafn vel og okkur.
 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL