Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Litríkt púðaver
Hannyrðahornið 30. mars 2021

Litríkt púðaver

Höfundur: Handverkskúnst

Prjónað púðaver úr DROPS Paris. Prjónað í röndum, með garðaprjóni og snúningum.

DROPS Design: Mynstur w-059-bn

Stærð: Þvermál af púðaverinu: ca 35 cm. Passar fyrir hringlaga kodda ca 40 cm að þvermáli.

Garn: DROPS PARIS (fæst í Handverkskúnst)

- Ljósblár nr 101: 50 g

- Fífill nr 14: 50 g

- Rjómahvítur nr 17: 50 g

- Apríkósa nr 01: 50 g

- Rauður nr 12: 50 g

Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 20 lykkjur x 40 umferðir = 10x10 cm.

Hringlaga púði ca 40 cm að þvermáli.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):

Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Litaröð-1:

Mynstureining 1 og 8: ljósblár

Mynstureining 2 og 6: fífill

Mynstureining 3 og 10: rjómahvítur

Mynstureining 4 og 7: apríkósa

Mynstureining 5 og 9: rauður

Litaröð-2:

Mynstureining 1 og 8: rjómahvítur

Mynstureining 2 og 6: rauður

Mynstureining 3 og 10: ljósblár

Mynstureining 4 og 7: apríkósa

Mynstureining 5 og 9: fífill

PÚÐI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í 2 stykkjum sem síðan eru prjónuð saman í lokin. Prjónað er garðaprjón og styttar umferðir í mynstureiningum og gatamynstur er prjónað á milli hverra mynstureininga.

PÚÐAVER: Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón nr 3 með ljósbláum. Prjónið garðaprjón og litaröð-1 – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT eru prjónaðar styttar umferðir (1. umferð = rétta): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (passið að prjóna þær ekki laust), snúið við og prjónið slétt til baka. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, snúið við og prjónið til baka. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 34 umferðir garðaprjón og prjónað hefur verið einni lykkju færri í hvert skipti sem snúið er við. Nú er 1 lykkja á prjóni. Næsta umferð er prjónuð yfir allar lykkjur þannig: 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, *1 lykkja slétt (lykkja sem áður var prjónuð 2 slétt saman), sláið uppá prjóninn*, prjónið frá *-* endið á 1 lykkja slétt = 35 lykkjur á prjóninum. Snúið við og prjónið til baka. ATH! uppáslátturinn er prjónaður slétt í þessari umferð, það eiga að myndast göt. Fyrsta mynstureiningin af púðaverinu hefur nú verið prjónuð. Prjónið næstu mynstureiningu eins og kemur fram að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 10 mynstureiningar. Fellið laust af.

Prjónið annað stykki alveg eins, nema nú eru prjónað eftir litaröð-2.

FRÁGANGUR: Saumið með þræði í gegnum allar kantlykkjurnar í miðju og dragið saman, festið þráðinn vel. Saumið saman uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Endurtakið á hinu stykkinu. Saumið bæði stykkin saman í ystu lykkjubogana/umferð – passið uppá að gengið sé frá púðaverinu þannig rendur í sama lit séu á móti hverri annarri. Skiljið eftir ca 3 mynstureiningar til að setja koddann í áður en opið er saumað saman.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Sokkaskór á börnin
Hannyrðahornið 5. júlí 2021

Sokkaskór á börnin

Prjónaðar tátiljur með gata­mynstri fyrir börn úr Drops Flora.

Hipsumhaps-sjal
Hannyrðahornið 21. júní 2021

Hipsumhaps-sjal

Hannaðu þitt eigið sjal eftir „Hipsum-haps“ aðferðinni: auðveld leið til að prjó...

Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Par...

Ullarvikuhúfa
Hannyrðahornið 25. maí 2021

Ullarvikuhúfa

Nokkrir uppskriftahönnuðir hafa sammælst um að senda uppskriftir í Bændablaðið s...

Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins
Hannyrðahornið 11. maí 2021

Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins

Á dögunum var haldinn fyrsti Evrópski ullardagurinn. Ísland tók þátt í viðburðin...

Fallegt prjónavesti
Hannyrðahornið 28. apríl 2021

Fallegt prjónavesti

Vesti eru vinsæl í dag og notuð við öll tilefni. Þetta fallega vesti er prjónað ...

Litríkt púðaver
Hannyrðahornið 30. mars 2021

Litríkt púðaver

Prjónað púðaver úr DROPS Paris. Prjónað í röndum, með garðaprjóni og snúningum.

Vetrarskjól á herra
Hannyrðahornið 24. mars 2021

Vetrarskjól á herra

Hálskragar með axlarsæti hafa verið vinsælir í vetur og þessi fallegi kragi fyri...