Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lillesand húfa
Hannyrðahornið 10. febrúar 2021

Lillesand húfa

Höfundur: Handverkskúnst

Útprjónaðar húfur eru alltaf prýði á höfði. Þessi húfa fyrir börn er hlý og mjúk, prjónuð úr DROPS Merino Extra Fine, með norrænu mynstri.

DROPS Design: Mynstur me-071-bn

Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál: Ca 48 (50/52) 53/54 (55/56) cm

Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst)

Ryð nr 42: 50 g í allar stærðir
Rjómahvítur nr 01: 50 g í allar stærðir

Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3 og 3,5. Sokkaprjónar nr 3,5 – eða sú stærð sem þarft til að fá 22 lykkjur = 10 cm á breidd

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.

Leiðbeiningar: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman.

Úrtaka: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman.

HÚFA:
Fitjið upp 96 (100) 104 (108) lykkjur á hringprjón nr 3 með ryð. Tengið í hring, setjið prjónamerki og prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff (= 1L slétt, 1L brugðið) í 3 cm.

Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5. og prjónið mynstur A.1 hringinn (= 24 (25) 26 (27) mynstureiningar með 4 lykkjum). JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 er lykkjum fækkað/fjölgað jafnt yfir að réttum lykkjufjölda eins og útskýrt er að neðan.
ÖR-1: Jafnið lykkjufjöldann í 96 (96) 108 (108) lykkjur (= 8 (8) 9 (9) mynstureiningar með 12 lykkjum).
ÖR-2: Jafnið lykkjufjöldann í 96 (96) 104 (104) lykkjur (= 12 (12) 13 (13) mynstureiningar með 8 lykkjum).
Ör-3: Jafnið lykkjufjöldann í 96 (96) 108 (108) lykkjur (= 8 (8) 9 (9) mynstureiningar með 12 lykkjum).
Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 16 cm frá uppfitjunarkanti.

Setjið 12 prjónamerki í stykkið með 8 (8) 9 (9) lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Prjónið slétt hringinn með ryð. JAFNFRAMT í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA = 12 lykkjur færri í öllum stærðum. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 4 sinnum = 12 (12) 24 (24) lykkjur.
Prjónið 1 umferð slétt án úrtöku. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 6 (6) 12 (12) lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 19 (20) 21 (22) cm ofan frá og niður.



Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst

www.garn.is

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...

Smásjal heklað úr DROPS Air
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Uppskrift að "Happy Laurel Shawl" sjal. Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum s...