Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kúruteppi úr lopa og mohair
Hannyrðahornið 2. mars 2015

Kúruteppi úr lopa og mohair

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Hér er uppskrift að kúruteppi úr lopa og mohair úr smiðju Ingu Þyri. 
 
Mál
Hver ferningur er 20x20 cm. Allt teppið er 80x120 cm.
Nú eru börn svo misstór nýfædd þannig að í cm væri þetta ca 50/60 , 62/68, 74/88.
 
Efni
Hvítur plötulopi no 01 x 2 plötur
Rauður plötulopi no 78 x 2 plötur
garn.is mohair Fífa rautt no 206 x 5 dokkur 
Kartopu firenze tiftik mohair hvítt no 010 x 1 dokka
Prjónar nr 6 og heklunál nr 5. 
 
Aðferð:
Prjónaðir eru með garðaprjóni 8 rauðir ferningar sem eru 1 þráður rauður plötulopi og 1 þráður rautt mohair prjónað saman.
 
8 hvitir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og einn  þráður hvítur Kartopu mohair saman.
8 rauð og hvít sprengdir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og 1 þráður rautt mohair.
 
Ferningar
Fitjað laust upp 25 l og prjónað fram og til baka garðaprjón 28 garðar eða þar til fermningurinn mælist 20 cm.
 
Þegar búið er að prjóna alla 24 ferningana er gott að ganga frá öllum endum.
Gott er að raða ferningunum upp áður en byrjað er að hekla þá saman.  
Nú eru ferningarnir heklaðir saman fyrst langsum og svo þversum.
Leggið ferningana saman 2 og 2 og heklið þá saman með tvöföldum rauðum mohair þráðum.
Heklið 1 fastalykkju í efsta hægra hornið og stingið gegnum báða ferningana* 2 loftlykkjur 1 fastalykkju með ca 1 cm bili á milli, 1 fastalykkju*  Endurtakið þetta.
Passið að hafa jafnt bil á milli fastalykkjanna. Endið á 1 fastalykkju og slítið frá.
Því næst er heklað eins þversum á ferningana. Heklið svo kant kringum allt teppið á sama hátt.
Gætið þess að hekla kantinn laust.
Gengið frá endum og teppið þvegið varlega, gætið þess að skola vel og vandlega og gott að setja smá edik í síðasta skolvatnið til að rauði liturinn renni ekki til.
Leggið flatt til þerris.          
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð