Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Höfundur: Handverkskúnst

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.

Þessi peysa er fljótprjónuð og kósí að vera í. Prjónuð ofan frá og niður, úr tveimur þráðum af DROPS Air eða einum þræði DROPS Wish eða Snow. Drops Air og Drops Wish er á 30% afslætti til áramóta hjá Handverkskúnst.

DROPS Design: Mynstur ai-274
Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)
- Yfirvídd: 92 (102) 110 (118) 130 (142) cm

Garn: allar þessar tegundir færðu hjá okkur á www.garn.is
DROPS AIR: Drappaður nr 26
- 350 (400) 450 (500) 550 (600) g

Eða notið:
DROPS WISH: Grábeige nr 08
- 400 (450) 500 (500) 600 (650) g

Eða notið:
DROPS SNOW: Ljósdrappaður nr 47
- 550 (600) 650 (700) 800 (850) g

Prjónfesta: 10 lykkjurx14 umferðir = 10x10 cm.

Prjónar: Sokkarprjónar nr 9 og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 8 og 9

ÚTAUKNING: Aukið út í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Lykkjufjöldinn á ermum er sá sami (= 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur í stroffi á ermum). Ekki auka út í lykkjuna, heldur um þráðinn á milli 2 lykkja.

Aukið út um 3 lykkjur á eftir lykkju með prjónamerki (þ.e.a.s. í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis og í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis) þannig: Prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju (= 1 umferð niður), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 2 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á milli lykkju með prjónamerki og næstu lykkju 3 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina). Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja um hverja og eina í síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri).

Aukið út um 3 lykkjur á undan lykkju með prjónamerki (þ.e.a.s. í skiptingunni á milli framstykkis og vinstri ermi og í skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi) þannig: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 3 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki 2 umferðir niður (passið uppá að draga lykkjuna það langa að hún herði ekki á hæðina), prjónið 1 lykkju slétt um þráðinn á undan lykkju með prjónamerki frá fyrri umferð. Nú hefur verið prjónuð 1 lykkja í hverja og eina af síðustu 3 umferðum (= 3 lykkjur fleiri).

ÚRTAKA (á við um ermar): Prjónið þar til 4 (3) 3 (3) 3 (3) lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í/prjónamerki á milli lykkja, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið næstu 5 (2) 2 (2) 2 (2) lykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri).
AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja).
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón. Síðan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring í sléttprjóni. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna í stroffprjóni.

KANTUR Í HÁLSI: Fitjið upp 48 (48) 52 (52) 56 (56) lykkjur á stuttan hringprjón nr 8 með 2 þráðum Air eða 1 þræði Snow eða 1 þræði Wish. Tengið í hring og setjið prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) alls 11 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig:

UMFERÐ 1: *Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* yfir næstu 22 (22) 24 (24) 26 (26) lykkjur (= 11 (11) 12 (12) 13 (13) lykkjur fleiri), 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (= miðjulykkja á framstykki/bakstykki). Endurtakið 1 sinni til viðbótar í umferð = 70 (70) 76 (76) 82 (82) lykkjur.
UMFERÐ 2: *Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið uppsláttinn snúin brugðið, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* 11 (11) 12 (12) 13 (13) sinnum, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið (= miðjulykkja á framstykki/bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið 1 sinni til viðbótar í umferð (= 4 lykkjur fleiri í umferð) = 74 (74) 80 (80) 86 (86) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 9. Hengið 1 prjónamerki í miðjulykkju að aftan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki.

BERUSTYKKI:
Setjið 4 prjónamerki í stykkið. Setjið eitt prjónamerki í hvern uppslátt frá fyrri umferð (= 1 prjónamerki í lykkju hvoru megin við miðjulykkju). Það eru 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur fyrir hvora ermi og 3 lykkjur á framstykki og bakstykki. Prjónið nú stroff (= 1 slétt, 2 brugðið) yfir 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur fyrir ermi í hvorri hlið (fyrsta og síðasta lykkjan á ermi er 1 lykkja slétt) og prjónað er sléttprjón yfir 3 lykkjur á framstykki og bakstykki (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat).
Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir byrjar útaukning í hvorri hlið á framstykki og bakstykki – sjá ÚTAUKNING.

Aukið svona út í 4. hverri umferð alls 6 (6) 7 (8) 9 (10) sinnum = 146 (146) 164 (176) 194 (206) lykkjur. Útaukningu í stærðum (XL) XXL (XXXL) er nú lokið.
Í stærðum S (M) L er nú aukið út þannig: Aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið á framstykki og bakstykki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við lykkju með prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 1 (2) 1 sinnum = 150 (154) 168 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni.

Allar stærðir: Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 20 (21) 23 (24) 25 (27) cm frá prjónamerki í miðjulykkju aftan í hnakka.

Næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjurnar á þráð fyrir ermi og fitjið upp 5 (8) 8 (8) 8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 41 (43) 47 (51) 57 (63) lykkjur (= framstykki), setjið næstu 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 5 (8) 8 (8) 8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 41 (43) 47 (51) 57 (63) lykkjurnar. Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI: = 92 (102) 110 (118) 130 (142) lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til fram- og bakstykki mælist 24 (25) 25 (26) 26 (26) cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Prjónið stroff (= 1 slétt, 1 brugðið) hringinn alls 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54 (56) 58 (60) 62 (64) cm frá öxl og niður.

ERMAR: Setjið til baka 34 (34) 37 (37) 40 (40) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna/stuttan hringprjón nr 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 5 (8) 8 (8) 8 (8) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 39 (42) 45 (45) 48 (48) lykkjur. Setjið prjónamerki mitt undir ermi. Í stærð S er prjónamerki sett í miðju slétta lykkju undir ermi. Í stærð (M) L (XL) XXL (XXXL) er prjónamerki sett mitt á milli miðju 2 lykkjur brugðið. Prjónið stroff (= 1 slétt, 2 brugðið) hringinn eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 11 (8) 6 (6) 6 (6) cm millibili alls 4 (5) 6 (6) 6 (6) sinnum = 31 (32) 33 (33) 36 (36) lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til ermin mælist 45 (45) 43 (43) 43 (42) cm – eða að óskaðri lengd (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina alveg eins.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þr...

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...

Klukkutrefill
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar f...

Barnateppið Jörð
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Kaðlapeysa á hunda
Hannyrðahornið 9. febrúar 2022

Kaðlapeysa á hunda

Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og auðvitað á besti vinur mannsins skilið að eig...

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
Hannyrðahornið 14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Hér er uppskrift að ullarsökkum Huldu Brynjólfsdóttur, í Uppspuna.