Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jólapeysan hans Sindra
Hannyrðahornið 6. janúar 2015

Jólapeysan hans Sindra

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Uppskriftin að þessu sinni er jólapeysa á Sindra labrador. Ekki það að þessi hundategund sé sérlega kulsæl en svona peysa er falleg og minnir okkur á jólapeysuverkefnið og það þarfa málefni að vinna gegn einelti í leikskólum. 
 
Garn:
Kartopu Basak nr 150: 2 dokkur.
Kartopu Simli Kristal nr kf01: 1 dokka
Þetta garn fæst víða um land, útsölustaðina getið þið séð á www.garn.is.
 
Prjónar:
Hringprjónar nr 4½ og sokkaprjónar nr 4.
Prjónafesta:
21 lykkja og 28 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 sm.
 
Mál:
Yfir bóg aftan við framfætur: 90 sm. 
 
Aðferð:
Prjónað er í hring fyrst stroff 2 slétt og 2 brugðið, þá munsturbekkur og munstur upp alla flíkina.
Til að mynda pláss fyrir bóginn eru prjónaðar nokkrar styttar umferðir.
Fellt af fyrir framfótunum og fitjað síðan upp aftur í næstu umferð.
Prjónað áfram og að lokum stroff í hring og síðan fram og til baka til að hafa smá lengingu á bakið.
 
Bolur:
Fitjið upp 96 lykkjur með rauða garninu á hringprjón og prjónið 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið, 28 umferðir eða 12 sm. Prjónið því næst 2 umferðir slétt í hring. Í seinni umferðinni er aukið út jafnt yfir umferðina í 154 lykkjur.
Nú er prjónaður munsturbekkur samkvæmt munstri.
 
Að munsturbekknum loknum er aukið út þar sem X  merkið er á munstrinu.
 
Þá eiga að vera 174 lykkjur á prjóninum. Stjörnumunstrið sem kemur á eftir þarf ekkert endilega að standast á við munsturbekkinn.
 
Þegar komnar eru 4 stjörnuraðir eru prjónaðar styttar umferðir til að gefa meiri vídd fyrir bóginn þ.e. prjónað frá upphafi umferðar sem er gott að merkja við, 56 lykkjur. Snúa við og prjóna brugðið til baka jafn margar lykkjur bregða bandinu kringum síðustu lykkjuna svo ekki myndist gat. Prjóna slétt til baka einn hring. Þetta er endurtekið þrisvar, að því loknu er prjónað slétt í hring eins og áður með stjörnumunstri. Til að stjörnurnar standist á allan hringinn verður aðeins breiðara á milli þeirra þar sem styttu umferðirnar eru en það kemur ekki að sök, það sést ekki undir bógnum.
 
Þegar komnar eru 5 stjörnuraðir er tekið úr fyrir opi fyrir framfæturna.
 
Prjóna 11 lykkjur frá merki þar sem umferðin byrjar, fellið af 20 lykkjur, prjónið 25 lykkjur, fellið aftur af 20 lykkjur og prjónið hringinn þar til kemur að fyrri affellingunni. Fitjið þá upp 20 lykkjur, prjóna að næstu affellingu og fitjið þar upp 20 lykkjur. Prjónið nú slétt áfram með stjörnumunstri þar til komnar eru 7 stjörnuraðir, prjónið þá 5 umferðir slétt og því næst er tekið úr þannig:
Prjónið 1 hvít lykkja staðsett á móts við miðja lykkju milli síðustu stjörnuraðar og eru teknar 2 lykkjur saman með henni 4 rauðar á milli. Þá eiga að vera 144 lykkjur á prjóninum.
 
Prjónið nú 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið, 17  umferðir.
Þá er felldar af 46 lykkjur  beint fyrir ofan götin fyrir fæturna.
 
Prjónað áfram 2 lykkjur slétt og 2 1ykkjur brugðið fram og til baka  en felld af 1 lykkja í byrjun hverrar umferðar 6 sinnum hvorum megin.
 
Þar næst eru 2 lykkjur felldar af í byrjun umferðar 5 sinnum.
 
Nú eru felldar af allar lykkjurnar sem eftir eru.
 
Við opið fyrir framfæturna eru teknar upp á sokkaprjóna nr  4, 10 lykkjur á hvern prjón alls 40 lykkjur og prjónað 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í hring, 8 umferðir, fellið af.
 
Gangið nú frá endum.
Gleðileg jól, gott og farsælt nýtt prjónaár. 
           

2 myndir:

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð