Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hundahúfa
Hannyrðahornið 25. september 2014

Hundahúfa

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Besti vinur mannsins, hundurinn, er á mörgum heimilum.

Sérstaklega þykir barnabörnunum mínum gaman að koma í heimsókn og leika sér við Sindra, labradorinn okkar.

Þess vegna þótti okkur alveg tilvalið að prjóna svona hundahúfu handa henni Hrafnhildi en hún á boxer sem heiti Mia og myndin á húfunni líkist mest þeirri tegund.

Gaman væri ef einhver ætti munstur af fleiri hundategundum og vildi leyfa okkur að nota það.

Stærð: s-m/l-xl.
Prjónar nr. 4.
Efni : Sport garn svart og hvítt fæst á www.garn.is  og í Bjarkarhóli á Nýbýlavegi.
1 dokka af hvorum lit.
Prjónfesta: 10x10 sm gera 23 L og 29 umferðir.
Aðferð: Húfan er prjónuð í hring, í síðustu 3 umferðunum, sem eru svartar, eru teknar saman 2 og 2 lykkjur í seinni  2 umferðunum og síðan bandið dregið í gegnum síðustu lykkjurnar og gengið vel frá því.
Gerður dúskur úr hvítu og svörtu garni og festur vel á.

Húfa:
Fitjið upp 100-110-120 l og prjónið stroff 2 sl 2 br 3-4 umferðir.

Prjónið því næst eftir munstrinu gætið þess að sums staðar í myndinni eru langir þræðir á bak við, gætið þess að festa þá.

Þegar munstrinu lýkur er tekið úr samkvæmt aðferðarlýsingunni. 

Gengið frá endum og húfan þvegin.

Passa að skola vel þegar svart og hvítt er þvegið saman í fyrsta sinn, gott að setja smá borðedik í síðasta skolvatnið.

Lögð slétt til þerris.

5 myndir:

Mía María
Hannyrðahornið 5. júlí 2022

Mía María

Lopapeysa á Yorkshire terrier hunda og aðra smáhunda

Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þr...

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...

Klukkutrefill
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar f...

Barnateppið Jörð
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Kaðlapeysa á hunda
Hannyrðahornið 9. febrúar 2022

Kaðlapeysa á hunda

Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og auðvitað á besti vinur mannsins skilið að eig...

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.