Hlý vetrarhúfa
Hannyrðahornið 13. janúar

Hlý vetrarhúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónuð húfa með áferð og dúsk, hálsklútur með kögri úr DROPS Eskimo. 
 
Stærð: 
S/M – M/L.
 
Höfuðmál: ca 54/56 – 56/58 cm.
 
Efni: DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki E)
150-150 g litur 85, karrí
50 g litur 57, sæblár
 
PRJÓNFESTA:
11 lykkjur á breidd og 15 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.
11 lykkjur á breidd og 18 umferðir á hæð með mynstri A.1 = 10 x 10 cm.
 
PRJÓNAR: DROPS HRINGPRJÓNAR NR 7: lengd 40 cm fyrir stroff.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 8: lengd 40 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 8.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.
 
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 64 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 6,4. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 5. og 6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju slétt saman.
 
HÚFA: Fitjið upp 64 (68) lykkjur á hringprjón nr 7 með Eskimo. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem marker upphaf umferðar og prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 11 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-12 lykkjur jafnt yfir = 54 (56) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn í 13 (14) cm – stillið af að endað sé eftir síðustu umferð í mynsturteikningu. Nú byrjar úrtakan: Prjónið 0 (2) lykkjur með mynstri A.1 eins og áður, *A.2 (= 11 lykkjur), A.3 (= 7 lykkjur)*, prjónið frá *-* alls 3 sinnum á breidd. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina, eru 18 (20) lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem prjónaðar eru 2 og 2 lykkjur slétt saman = 9 (10) lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 32 (33) cm. Dúskur: Gerið lausan og stóran dúsk ca 12 cm að þvermáli með 6 þráðum karrý og 1 þræði sæblár. Saumið dúskinn niður efst á húfuna.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Rose Blush-vesti
Hannyrðahornið 28. ágúst

Rose Blush-vesti

Vestið er prjónað með stroffi og klauf í hliðum.

Prjónaðir sokkar
Hannyrðahornið 14. ágúst

Prjónaðir sokkar

Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norræn...

Alvira púðaver
Hannyrðahornið 20. júlí

Alvira púðaver

Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri.

Haustpeysa
Hannyrðahornið 8. júlí

Haustpeysa

Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið.

Þægilegar smekkbuxur
Hannyrðahornið 10. júní

Þægilegar smekkbuxur

Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað með...

Elluteppið
Hannyrðahornið 28. maí

Elluteppið

Þegar Ella vinkona mín átti von á sínu fyrsta barni heklaði ég að sjálfsögðu tep...

Barnateppið Baby Diamonds
Hannyrðahornið 5. maí

Barnateppið Baby Diamonds

Barnateppi eru alltaf vinsæl hvort sem er til gjafar eða eigin nota. Þetta falle...

Stórir draumar
Hannyrðahornið 2. apríl

Stórir draumar

Heklað barnateppi úr Drops Sky. Teppið er heklað með gatamynstri og púfflykkjum ...