Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hippavesti
Hannyrðahornið 6. maí 2015

Hippavesti

Höfundur: Sigrún Ellen Einarsdóttir
Svona vesti eru mikið í tísku núna og við fengum þessa uppskrift hjá henni Sigrúnu Ellen en hún prjónaði það úr sniðugu garni sem heitir Whistler og er til í 7 litum sjá www.garn.is. Vestið getið þið séð í Fjarðarkaup. 
 
Garn: Whistler
Svart 7 dokkur
 
Prjónar:
Hringprjónn 60 sm, nr 8
Heklunál nr 4
 
Prjónafesta: 12 lykkjur x 10 garðar = 10x10 sm
Ein stærð en vestið er ekki hneppt að framan svo auðvelt er að breyta stærðinni fyrir verðandi eiganda. 
 
Aðferð: Vestið er prjónað með garðaprjóni (þ.e. Allar umferðir slétt) fram og til baka. Bakstykki sér og síðan tvö framstykki sér, stykkin eru síðan prjónuð fallega saman þ.e. axlir og hliðar saumaðar saman. Heklað með fastahekli við ermaop, hálsmál og niður boðunga. Kögur fest neðan á vestið.
 
Bakstykki:
Fitjið upp 74 lykkjur og prjónið slétt fram og til baka þar til stykkið mælist 56 sm eða eins sítt og þið viljið hafa það upp að öxlum athugið að garðaprjónið teygist svo þegar kögrið kemur neðan við það.  Fellið af fyrir hálsmáli 18 lykkjur fyrir miðju. Hver öxl 28 lykkjur prjónuð fyrir sig og tekið úr í annarri hvorri umferð við hálsmálið 1 lykkja samtals tvisvar sinnum = 26 lykkjur á prjóninum. Geymið lykkjurnar á prjóninum og prjónið hitt axlarstykkið.  
 
Framstykki:
Fitjið upp 20 lykkjur og prjónið 1 umferð slétt prjónið nú gatamunstur 1 þannig:
*1 lykkja slétt, slá uppá prjóninn, l lykkja tekin óprjónuð, tvær lykkjur prjónaðar slétt saman* endurtekið frá *-* út umferðina.  
 
Endurtakið þessa umferð þar til stykkið mælist 26 sm, fellið af allar lykkjurnar. Takið upp 38 lykkjur á langhliðinni og prjónið 3 umferðir slétt fram og til baka (garðaprjón).
 
Næst er prjónað munstur 2 þannig: 
Prjónið *1 lykkja slétt, slegið uppá prjóninn 5 sinnum ( það er garninu vafið 5 sinnum um prjóninn)* endurtakið frá *-* út umferðina. Þetta myndar löng bönd . Í næstu umferð er þá prjónuð 1 lykkja slétt og sleppt fram af langa uppslættinum án þess að prjóna hann.
Prjónið garðaprjón 3 umferðir fram og til baka.
 
Prjónið þá munstur 3:
*l lykkja prjónuð slétt slegið upp á prjóninn 2 sinnum og (3 lykkjur verða að einni þannig: takið lykkjur nr 2 og 3 og steypið yfir lykkju nr 1. takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón)* endurtakið frá *-* Það myndast stór göt við þetta . Prjónið fram og til baka garðaprjón 14 sm frá gatamunstrinu. Nú er tekið úr fyrir skáanum fyrir hálsmálið 1 lykkja í 4. hverri umferð þar til 26 lykkjur eru eftir á prjóninum. Geymið stykkið. Hitt framstykkið prjónað eins nema úrtakan við hálsmálið er spegluð.  
 
Frágangur: Prjónið axlarstykkin fallega saman og saumið hliðarnar saman.
Heklið nú með fastahekli við ermaop, boðunga og hálsmál.
 
Kögur:
Mælið og klippið 90 sm löng bönd, leggið þræðina saman tvöfalda og stingið heklunál í gegnum kantinn neðan á sjalinu. Sækið bandið og dragið hálfa leið í gegnum kantinn og þá myndast lykkja. Dragið endann í gegnum lykkjuna og herðið að.  Hafið um það bil 1 cm á milli kögursins.
Prjónakveðja, Sigrún Ellen Einarsdóttir
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð