Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Herðaslá
Hannyrðahornið 11. nóvember 2014

Herðaslá

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Mér fannst þetta dásamlega garn sem heitir Kramer, sem er til í 5 litasamsetningum, svo tilvalið í herðaslá eða jafnvel stóra lufsupeysu.

Frábært að prjóna úr því og gaman að sjá hvernig það munstrar sig sjálft.

Garnið fæst í Fjarðarkaupum, Verslun Grétars í Vestmannaeyjum, Hlín á Hvammstanga og Snotru á Akranesi, Bjarkarhóli í Kópavogi  og á www.garn.is.

Prjónar: Hringprjónn nr 7–8 .

Heklunál nr. 5.

Prjónfesta: 15 l og 20 umferðir gera  10x10x sm á prjóna nr 7.

Stærðir s-m-l en síddin á minnstu stærð er 25 sm að aftan , þannig að ef við viljum hafa slána síðari þarf að fitja upp fleiri lykkjur sem því nemur. T.d. fyrir vel síða slá þurfa lykkjurnar í uppfitjun að vera helmingi fleiri.

Garn: Kramer  í þessa slá og húfu fóru 2 , 100 gr  dokkur af blágrænu út í brúnt nr krd 19.

Slá ( Poncho)

Sláin er prjónuð fram og til baka á hringprjón nr 7.

Fitjið laust upp 38-50-54 L eða bætið við 15 L fyrir hverja 10 sm sem þið viljið hafa slána síðari. Gætið þess samt að hún verður alltaf helmingi síðari að framan.

Gott að mæla frá hálsi að aftan og niður bakið hvað þið viljið hafa hana síða.

Prjónið nú 4 umf garðaprjón fram og til baka (2 garðar).

Prjónið síðan áfram eftir munstrinu en teljið kantlykkjuna ekki með í munstrið, þangað til stykkið mælist 110-136-144 sm. prjónið þá 2 umferðir sléttar og fellið svo laust af.

Gangið frá endum og saumið affellingararkantinn kant við kant við aðra langhliðina þannig að  horn myndist við miðju að framan.

Heklið nú fastapinna meðfram hálsmáli og neðra kantinum allan hringinn.

Húfa:

Húfan er prjónuð úr sama garni og með sömu prjónum en hún er prjónuð í hring.

Fitjið upp 60-64-68 L og prjónið sléttprjón í hring 10 umferðir. 

Prjónið síðan eftir munstri þar til komin eru 8-10-10 munstur eða 28 -32 sm.

Takið nú úr þannig að prjónaðar eru 2 umferðir 2 sl 2 br því næst eru þessar 2 sl og 2 br prjónaðar saman þannig að þær verða 1 sl 1 br. Síðan eru prjónaðar 2 umferðir 1 sl og 1 br slitið frá og bandið dregið í gegnum L sem eftir eru. Dregið þétt saman og gengið frá endanum.

Góða skemmtun.

Inga Þyri Kjartansdóttir 

2 myndir:

Mía María
Hannyrðahornið 5. júlí 2022

Mía María

Lopapeysa á Yorkshire terrier hunda og aðra smáhunda

Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þr...

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...

Klukkutrefill
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar f...

Barnateppið Jörð
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Kaðlapeysa á hunda
Hannyrðahornið 9. febrúar 2022

Kaðlapeysa á hunda

Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og auðvitað á besti vinur mannsins skilið að eig...

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.