Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einstaklega létt og lipurt. Drops Sky er á 30% afslætti í Handverkskúnst, www.garn.is, til og með 31. desember 2021.

DROPS Design: Mynstur sk-126

Stærð: 106 cm á breidd og 143 cm á lengd.

Garn: Drops Sky (fæst hjá Handverkskúnst)
- 300 g litur nr 01, hvítur
- 150 g litur nr 03, ljós beige
- 150 g litur nr 18, daufbleikur
- 150 g litur nr 19, múrsteinn

Heklunál: 3,5 mm

Heklfesta: 20 stuðlar = 10 cm.

Rendur: Heklaðar eru 2 mynstureiningar með hverjum lit. Litaröðin í teppinu á myndinni er þannig: hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur.

Uppskriftin: Heklið 228 loftlykkjur (þar meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með), passið að hafa góðan slaka á þessum loftlykkjum. Heklið síðan eftir mynsturteikningum A.1, A.2 og A.3 þannig: Snúið við, heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (þessar 3 lykkjur sem sleppt er teljast EKKI sem stuðull), heklið 1 stuðul í næstu 10 loftlykkjur (= A.1), *heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur, sleppið 3 loftlykkjum, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur (= A.2) *, heklið frá *-* alls 7 sinnum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í síðustu 11 loftlykkjur (= A.3).

Haldið áfram að hekla eftir mynsturteikningum A.1 til A.3. Þegar heklaðar hafa verið 2 mynstureiningar af A.1 til A.3 á hæðina (=12 umferðir) er skipt um lit. Haldið áfram með A.1 til A.3 og rendur þar til allar rendurnar hafa verið heklaðar og teppið mælist ca 143 cm á hæðina.

Klippið þráðinn og gangið frá endum.

Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þr...

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...

Klukkutrefill
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar f...

Barnateppið Jörð
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Kaðlapeysa á hunda
Hannyrðahornið 9. febrúar 2022

Kaðlapeysa á hunda

Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og auðvitað á besti vinur mannsins skilið að eig...

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
Hannyrðahornið 14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Hér er uppskrift að ullarsökkum Huldu Brynjólfsdóttur, í Uppspuna.