Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heklað jólatré
Hannyrðahornið 26. nóvember 2015

Heklað jólatré

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þú finnur ekki einfaldari uppskrift að jólatré en þessa! Þú ræður í hvaða stærð jólatréð þitt er því þegar þú ert búin að fá nóg þá bara hættirðu að hekla! 
 
Þessi uppskrift er í boði Hand­verkskúnstar. Fleiri uppskriftir og fullt af flottu garni á www.garn.is.
 
Garn: 
Frapan, 1 dokka
Whistler, 1 dokka
Tyra, 1 dokka
Garnið er á sérstöku tilboðsverði í nóvember, aðeins 99 kr. dokkan!
 
Heklunál:
3,5-4 mm
 
Annað efni:
Frauðkeila
Sykurvatn, blandað 50/50, eða annað stífelsi.
Títuprjónar.
 
Lesist áður en byrjað er að hekla: Þetta tré er heklað í spíral, sem þýðir að umferðum er ekki lokað heldur bara haldið áfram að hekla og hekla, hring eftir hring. Það er nauðsynlegt að hafa prjónamerki til þess að merkja hvaða lykkja er fyrsta lykkja umferðarinnar, annars fer allt í rugl.
 
Skammstafanir:
LL – loftlykkja, L – lykkja, FP – fastapinni, KL - keðjulykkja
1. umf: Heklið 2 LL, 4 FP í fyrstu LL. (4 FP)
2. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu L. (6 FP).
3. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (6 FP)
4. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 2 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 2 L. (8 FP)
5. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (8 FP)
6. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 3 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 3 L. (10 FP)
7. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (10 FP)
8. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4 L. (12 FP)
9. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (12 FP)
10. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 5 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 5 L. (14 FP)
11. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (14 FP)
 
Og svona heldur þetta áfram þar til jólatréð er í þeirri stærð sem þú vilt hafa það. Í lok þessarar síðustu umferðar heklaði ég 3 keðjulykkjur í síðustu lykkjurnar til þess að samskeytin sæust ekki.
 
Til viðmiðunar þá var síðasta umferðin í jólatrénu sem ég gerði 50 fastapinnar og það er ca 25 cm á hæð.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
 
Elín Guðrúnardóttir
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð