Haustpeysa á börn
Hannyrðahornið 28. október 2020

Haustpeysa á börn

Höfundur: Handverkskúnst

Prjónuð peysa fyrir börn með laskalínu úr DROPS Merino Extra Fine. 

Stykkið er prjónað ofan frá og niður með garðaprjóni, köðlum og vösum. 

DROPS Design: Mynstur me-062-bn

Stærðir: 6/9 (12/18) mánaða 2 (3/4) 5/6 (7/8) ára

Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst)

300 (300) 350 (350) 400 (450) g litur á mynd: gráblár nr 23

Prjónar: Kaðlaprjónn og hringprjónn 60 cm, nr 4 eða sú stærð sem þarf til að fá 21L x 28 umferðir = 10x10 cm. 

Tölur: 5 (6) 6 (6) 7 (7) stykki.

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Hnappagat: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagati þegar kragi í hálsi mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 4 (5) 5 (5) 6 (6) næstu hnappagötum með ca 4 (4) 4½ (4½) 5 (5½) cm millibili.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

Laskalína: Allar útaukningar eru gerðar frá réttu. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.1 og A.2 mynstur (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat.

ÚRTAKA (á við um ermar): Allar úrtökur eru gerðar frá réttu. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin í stykki þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið garðaprjón þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 lykkju garðaprjón (= alls 2 lykkjur færri).

Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá uppá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja).

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan.

Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna og saumaðar saman í lokin. Vasarnir eru prjónaðir fram og til baka á hringprjóna og saumaðir á.

KANTUR Í HÁLSI: Fitjið upp 68 (72) 80 (80) 88 (92) lykkjur (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna nr 4. Prjónið 4 umferðir garðaprjón - sjá útskýringu að ofan og aukið út 4 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 72 (76) 84 (84) 92 (96) lykkjur.

BERUSTYKKI: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig – munið eftir hnappagati á kanti að framan – sjá útskýring að ofan: Prjónið 10 (11) 13 (13) 15 (16) lykkjur í garðaprjóni (= vinstra framstykki), A.1 (= 6 lykkjur), prjónið 8 lykkjur í garðaprjóni, A.2 (= 6 lykkjur) (= vinstri ermi), prjónið 12 (14) 18 (18) 22 (24) lykkjur í garðaprjóni (= bakstykki), A.1 yfir næstu 6 lykkjur, prjónið 8 lykkjur í garðaprjóni, A.2 yfir næstu 6 lykkjur (= hægri ermi), prjónið 10 (11) 13 (13) 15 (16) lykkjur í garðaprjóni (= hægra framstykki). Prjónið 1 umferð frá röngu.

Aukið út fyrir LASKALÍNU – sjá útskýringu að ofan – hvoru megin við A.1 og A.2 þannig:

Aukið út í annarri hverri umferð alls 5 sinnum, síðan í 4. hverri umferð alls 9 (10) 11 (12) 13 (14) sinnum = 184 (196) 212 (220) 236 (248) lykkjur. Athugið prjónfestuna. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar, mælist stykkið ca 11 (12) 13 (14) 15 (16) cm frá uppfitjunarkanti.

Prjónið e.t.v. áfram með garðaprjóni og köðlum án útaukningar þar til stykkið mælist 11 (12) 13 (14) 15 (16) cm.

Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 28 (30) 33 (34) 37 (39) lykkjur í garðaprjóni (= framstykki), setjið næstu 40 (42) 44 (46) 48 (50) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, prjónið 48 (52) 58 (60) 66 (70) lykkjur í garðaprjóni (= bakstykki), setjið næstu 40 (42) 44 (46) 48 (50) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, prjónið 28 (30) 33 (34) 37 (39) lykkjur í garðaprjóni (= framstykki).

FRAM- OG BAKSTYKKI: = 116 (124) 136 (140) 152 (160) lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 16 (18) 20 (23) 26 (29) cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum. Fellið af ERMAR: Setjið 40 (42) 44 (46) 48 (50) lykkjur af þræði í annarri hlið á hringprjón 4. Fitjið upp 4 lykkjur í lok 2ja næstu umferða (= 4 nýjar lykkjur í hvorri hlið á stykki) = 48 (50) 52 (54) 56 (58)  lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki). Prjónið garðaprjón fram og til baka.

Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 8. (10.) 12. (14.) 14. (14.) hverri umferð alls 7 (7) 7 (7) 8 (8) sinnum = 34 (36) 38 (40) 40 (42) lykkjur. Haldið áfram með garðaprjón þar til ermin mælist 17 (20) 24 (29) 32 (35) cm frá skiptingu. Fellið af. Prjónið hina ermina alveg eins.

VASI: Fitjið upp 14 (14) 16 (16) 18- (18) lykkjur á hringprjón nr 4. Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 7 (7) 8 (8) 9 (9) cm. Fellið af. Prjónið annan vasa alveg eins.

FRÁGANGUR:

Saumið saman ermasauma innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstra framstykki. Saumið vasana ca 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm upp frá neðri kanti og ca mitt í hvort framstykki.

Prjónakveða,

mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is 

Haustpeysa á börn
Hannyrðahornið 28. október 2020

Haustpeysa á börn

Prjónuð peysa fyrir börn með laskalínu úr DROPS Merino Extra Fine. 

Georgetown-húfa  á herra
Hannyrðahornið 29. september 2020

Georgetown-húfa á herra

Prjónuð hipster húfa á herra úr DROPS Flora. Húfan er prjónuð í stroffprjóni.

Rose Blush-vesti
Hannyrðahornið 28. ágúst 2020

Rose Blush-vesti

Vestið er prjónað með stroffi og klauf í hliðum.

Prjónaðir sokkar
Hannyrðahornið 14. ágúst 2020

Prjónaðir sokkar

Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norræn...

Alvira púðaver
Hannyrðahornið 20. júlí 2020

Alvira púðaver

Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri.

Haustpeysa
Hannyrðahornið 8. júlí 2020

Haustpeysa

Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið.

Þægilegar smekkbuxur
Hannyrðahornið 10. júní 2020

Þægilegar smekkbuxur

Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað með...

Elluteppið
Hannyrðahornið 28. maí 2020

Elluteppið

Þegar Ella vinkona mín átti von á sínu fyrsta barni heklaði ég að sjálfsögðu tep...