Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Haustpeysa
Hannyrðahornið 8. júlí 2020

Haustpeysa

Höfundur: Handverkskúnst
Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið. Peysan er prjónuð með gatamynstri og hringlaga berustykki, úr 1 þræði af DROPS Eskimo eða 2 þráðum af DROPS Air. Báðar garntegundir fást hjá Handverkskúnst.  
 
Stærðir:  S (M) L (XL) XXL (XXXL)
   Yfirvídd: 88 (98) 110 (120) 130 (142) cm.
 
Garn:  DROPS Eskimo
   Rauður nr 08: 550 (650) 700 (750) 850 (900) g
Eða notið:
DROPS Air
Hindber nr 25: 400 (450) 500 (500) 600 (600) g 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 7 og 8 – eða þá stærð sem þarf til að 11 lykkjujr  og 15 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm.
 
PERLUPRJÓN (prjónað í hring):
Umferð 1: 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið
Umferð 2: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt
Endurtakið umf 1 og 2.
 
Fram- og bakstykki: Fitjið upp 102 (114) 126 (144) 156 (168) lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði Eskimo eða 2 þráðum Air. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar, prjónið stroff þannig: *3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið 2 umf slétt, þar sem í fyrstu umf er fækkað um 6 (6) 6 (12) 12 (12) lykkjur jafnt yfir = 96 (108) 120 (132) 144 (156) lykkjur. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 33 (34) 35 (37) 38 (39) cm, prjónið nú þannig: prjónið fyrstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 42 (48) 54 (60) 66 (72) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar.
 
 
Ermi: Fitjið upp 30 (30) 30 (30) 36 (36) lykkjur á sokkaprjóna nr 7 með 1 þræði af Eskimo eða 2 þráðum af Air. Prjónið stroff þannig: 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8. Prjónið slétt prjón, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 28 (28) 32 (32) 36 (36) lykkjur.  Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju í uphafi og enda umferðar, endurtakið útaukningu með 8 (8) 6 (6) 5 (5) cm millibili 3 (3) 4 (4) 5 (5) sinnum til viðbótar = 36 (36) 42 (42) 48 (48) lykkjur. Þegar ermin mælist 41 cm í öllum stærðum eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. 3 lykkjur í upphafi umf og 3 lykkjur í enda umf) = 30 (30) 36 (36) 42 (42) lykkjur á prjóninum. Prjónið aðra ermi eins.
 
 
Berustykki: Sameinið ermar og bol á hringprjón nr 8 = 144 (156) 180 (192) 216 (228) lykkjur. Prjónið 0 (1) 2 (3) 4 (5) umf slétt, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 144 (160) 176 (192) 208 (224) lykkjur. Prjónið mynstur A.2 (= 16 l) 9 (10) 11 (12) 13 (14) sinnum í umf. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 63 (70) 77 (84) 91 (98) lykkjur á prjóninum. Prjónið nú 2 umf slétt og fækkið um 15 (20) 25 (30) 35 (40) lykkjur jafnt yfir = 48 (50) 52 (54) 56 (58) lykkjur.
 
Hálsmál: Skipti yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 er prjónað til loka á hæðina er fellt af með sl yfir sl og br yfir br lykkjur.
 
Frágangur: Saumið saman op undir ermum, gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is
Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...

Klukkutrefill
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar f...

Barnateppið Jörð
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Kaðlapeysa á hunda
Hannyrðahornið 9. febrúar 2022

Kaðlapeysa á hunda

Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og auðvitað á besti vinur mannsins skilið að eig...

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
Hannyrðahornið 14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Hér er uppskrift að ullarsökkum Huldu Brynjólfsdóttur, í Uppspuna.

Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einst...