Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Hálskragi á börn
Hannyrðahornið 29. september 2021

Hálskragi á börn

Höfundur: Handverkskúnst

Prjónaður hálskragi á börn með axlarsæti. Stykkið er prjónað í garða- og stroffprjóni úr dúnmjúka Drops Merino Extra Fine. Húfuna má finna á heimasíðu okkar www.garn.is.

DROPS Design: Mynstur me-068-bn

Stærðir: 12/18 mánaða (2) 3/4 (5/8) 9/12 ára

Breidd á öxlum ca: 18 (20) 24 (26) 28 cm

Garn: Drop Merino Extra Fine (fæst hjá Handverkskúnst)
- 100 (100) 100 (150) 150 g litur á mynd nr 34, ljung

Prjónfesta: 21 lykkja með sléttprjóni = 10 cm

Prjónar: Hringprjónn 40 cm nr 4 og sokkaprjónar nr 3,5 fyrir stroff

Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Prjónið slétt allar umferðir

Útaukning: Aukið út hvoru megin við axlalykkjur með því að taka upp lykkjur.

Aukið út á eftir 1. og 3. prjónamerki þannig: Prjónið fram að prjónamerki, færið prjónamerki yfir á hægri prjón, notið hægri prjón til að lyfta upp hlekknum á undan næstu lykkju á vinstri prjón þannig að hægri hlið á hlekknum komi á réttu á stykkinu, prjónið 1 lykkju slétt í aftari lið á hlekknum (hlekkurinn verður nú snúinn þannig að ekki myndist gat og lykkjan hallast til vinstri).
Aukið út á undan 2. og 4. prjónamerki þannig:

Prjónið að prjónamerki á undan axlalykkjum, notið hægri prjón til að lyfta upp hlekknum á undan næstu lykkju á vinstri prjón þannig að vinstri hlið á hlekknum komi á réttu á stykki, prjónið 1 lykkju slétt í hlekkinn (hlekkurinn verður nú snúinn þannig að ekki myndist gat og lykkjan hallast til hægri), færið prjónamerkið yfir á hægri prjón.

Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá uppá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja)

KRAGI: Fitjið upp 88 (96) 104 (112) 120) lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 7 (7) 8 (9) 9 cm, skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið áfram þannig (frá miðju ofan á öxl):

Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (látið prjónamerkið sitja í stykkinu, það á að nota það síðar til að mæla frá). Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, setjið 1. prjónamerki, prjónið 34 (38) 42 (46) 50 lykkjur garðaprjón og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir, setjið 2. prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, setjið 3. prjónamerki, prjónið 34 (38) 42 (46) 50 lykkjur garðaprjón og fækkið um 8 lykkjur jafnt yfir, setjið 4. prjónamerki og endið með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið = 72 (80) 88 (96) 104 lykkjur. Axlalykkjurnar eru lykkjurnar á milli 1. og 4. prjónamerkis og 2. og 3. prjónamerkis.

Haldið áfram með stroff yfir axlalykkjurnar og garðaprjón yfir lykkjur á framstykki/bakstykki, á meðan aukið er út um 1 lykkju við hvert prjónamerki í hverri umferð – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri í hverri umferð). Útauknar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 3 (3) 4 (4) 4 cm frá prjónamerki = ca 104 (112) 132 (140) 148 lykkjur.
Í næstu umferð eru axlalykkjurnar felldar af þannig: Fellið af fyrstu 6 lykkjurnar, prjónið garðaprjón eins og áður yfir næstu ca 42 (46) 56 (60) 64 lykkjur fram að 2. prjónamerki, fellið af næstu 10 lykkjur, prjónið garðaprjón eins og áður yfir næstu ca 42 (46) 56 (60) 64 lykkjur fram að 4. prjónamerki, fellið af síðustu 4 lykkjurnar. Prjónið nú hvort stykki til loka fyrir sig.
Prjónið garðaprjón fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, yfir ca 42 (46) 56 (60) 64 lykkjur á framstykki/bakstykki, þar til stykkið mælist ca 9 (10) 12 (13) 14 cm, mælt frá þar sem síðasta axlalykkjan á hvorri öxl var felld af.

Fellið af með sléttum lykkjum – sjá affelling. Prjónið hitt framstykki/bakstykki alveg eins.

Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einst...

Húfan Mótbárur
Hannyrðahornið 15. október 2021

Húfan Mótbárur

Fljótleg og hlý húfa úr einni hespu af dvergabandi frá Uppspuna. Nafnið MÓTBÁRUR...

Hálskragi á börn
Hannyrðahornið 29. september 2021

Hálskragi á börn

Prjónaður hálskragi á börn með axlarsæti. Stykkið er prjónað í garða- og stroffp...

Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

Dominik herravettlingar
Hannyrðahornið 25. ágúst 2021

Dominik herravettlingar

Byssuvettlingar (veiðivettlingar – símavettlingar).

Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull...

Sokkaskór á börnin
Hannyrðahornið 5. júlí 2021

Sokkaskór á börnin

Prjónaðar tátiljur með gata­mynstri fyrir börn úr Drops Flora.

Hipsumhaps-sjal
Hannyrðahornið 21. júní 2021

Hipsumhaps-sjal

Hannaðu þitt eigið sjal eftir „Hipsum-haps“ aðferðinni: auðveld leið til að prjó...