Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Fislétt húfa í göngutúrinn
Hannyrðahornið 19. júní 2023

Fislétt húfa í göngutúrinn

Höfundur: Hjördís Þorfinnsdóttir

Þessari er gott að stinga í vasann þegar það verður of heitt í veðri

Húfan Heiða

Stærð: M – L

Efni: Einfaldur Þingborgarlopi 40 gr.

Prjónastærð: Hringprjónn 40 sm langur nr. 3.5 og 5.5

Húfan er prjónuð í hring, garðaprjón, ein umf. slétt og ein brugðin.

Svo er líka hægt að prjóna hana fram og til baka, þá þarf ekki að prjóna brugðnar lykkjur, en í staðinn þarf að sauma hana saman að loknu prjóni.

Húfan:
Fitjið upp 88 lykkjur á prjón nr 3.5. Prjónið 11 sm. Skiptið yfir á prjón nr 5.5 og prjónið u.þ.b. 9-10 sm.

Þá byrjar úrtaka.
Prjónið 9 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Endurtakið út umferðina, alls er tekið úr 8 X á hringnum.

Gott er að merkja þar sem úrtakan er. Takið úr í annarri hverri umf. þar til 16 lykkjur eru eftir á prjóninum, takið þær saman í kollinn og gangið frá endum.

Þvoið húfuna í höndunum við 30 °C með mildu þvottaefni eða sjampói og leggið til þerris.

Skylt efni: húfa

Notalegt hálsskjól
Hannyrðahornið 18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfald...

Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Sle...

Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.

Rósa
Hannyrðahornið 17. júlí 2023

Rósa

Upplögð í sumarprjónið

Bleik fjöður
Hannyrðahornið 3. júlí 2023

Bleik fjöður

Prjónuð barnapeysa með v-hálsmáli. Peysan er prjónuð neðan frá og upp úr dásamle...

Fislétt húfa í göngutúrinn
Hannyrðahornið 19. júní 2023

Fislétt húfa í göngutúrinn

Þessari er gott að stinga í vasann þegar það verður of heitt í veðri

Punktur punktur komma strik
Hannyrðahornið 7. júní 2023

Punktur punktur komma strik

Prjónað ungbarnateppi úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til...

Dóru-sjal, með handgerðum skúf
Hannyrðahornið 24. maí 2023

Dóru-sjal, með handgerðum skúf

Skemmtileg og ósamhverf þríhyrna, með þremur litablokkum, sem hægt er að nota se...