Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Fallegt prjónavesti
Hannyrðahornið 28. apríl 2021

Fallegt prjónavesti

Höfundur: Handverkskúnst

Vesti eru vinsæl í dag og notuð við öll tilefni. Þetta fallega vesti er prjónað úr Drops Air en einnig hægt að nota ýmsar aðrar Drops tegundir.

DROPS Design: Mynstur ai-039-bn

Stærðir: 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 (11/12) ára

Garn: DROPS AIR (fæst í Handverkskúnst)
100 (100) 100 (150) 150 (150) g litur á mynd nr 15, fjólublá þoka

Prjónar: Hringprjónar: 40-60 cm nr 4, 60-80 cm nr 5. Sokkaprjónar nr 4 og 5 eða sú prjónastærð sem þarft til að fá 17L x 22 umf = 10x10 cm

Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
Affelling: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja).

VESTI – stutt útskrýring á stykki:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handveg. Síðan er bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig. Að lokum er prjónaður stroffkantur í kringum hálsmál og í kringum báða handvegi.

Fram- og bakstykki: Fitjið upp 108 (116) 124 (128) 136 (144) lykkjur á hringprjón nr 4. Prjónið 1 umferð brugðið, tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið stroff (= 1L slétt, 1L brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 5.

Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 16 (18) 21 (24) 27 (30) cm fellið af lykkjur fyrir handvegi þannig: Fellið af fyrstu 4 lykkjur í umferð, prjónið næstu 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 8 lykkjur, prjónið næstu 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur í umferð. Látið lykkjur fyrir framstykki hvíla á prjóni eða setjið þær á þráð á meðan bakstykkið er prjónað.

Bakstykki: = 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón fram og til baka – JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og fellið af 1 lykkju 1 sinni = 40 (44) 48 (50) 54 (58) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 31 (34) 38 (42) 46 (50) cm. Í næstu umferð eru felldar af miðju 18 (20) 22 (24) 24 (26) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjóni og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 10 (11) 12 (12) 14 (15) lykkjur eftir á hvorri öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 33 (36) 40 (44) 48 (52) cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins.

Framstykki: = 46 (50) 54 (56) 60 (64) lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón fram og til baka – JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og fellið af 1 lykkju 1 sinni = 40 (44) 48 (50) 54 (58) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28 (30) 34 (37) 41 (44) cm. Í næstu umferð eru settar miðju 10 (12) 14 (16) 16 (18) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram í sléttprjóni og fellið af í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og fellið af 1 lykkju 3 sinnum = 10 (11) 12 (12) 14 (15) lykkjur eftir á hvorri öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 33 (36) 40 (44) 48 (52) cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins.

Frágangur: Saumið axlasauma.

Kantur í handvegi: Notið stuttan hringprjón eða sokkaprjóna nr 4, byrjið frá réttu neðst í handveg og prjónið upp ca 58 (62) 66 (70) 74 (78) lykkjur innan við 1 kantlykkju hringinn allan handveginn (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff hringinn (= 1L slétt, 1L brugðið) þar til kanturinn mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Kantur í hálsmáli: Notið stuttan hringprjón eða sokkaprjóna nr 4, byrjið frá réttu við axlasauminn og prjónið upp ca 56 (60) 64 (70) 74 (78) lykkjur í kringum hálsinn (meðtaldar lykkjur af þræði, lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff hringinn þar til kantur í hálsi mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Húfan Mótbárur
Hannyrðahornið 15. október 2021

Húfan Mótbárur

Fljótleg og hlý húfa úr einni hespu af dvergabandi frá Uppspuna. Nafnið MÓTBÁRUR...

Hálskragi á börn
Hannyrðahornið 29. september 2021

Hálskragi á börn

Prjónaður hálskragi á börn með axlarsæti. Stykkið er prjónað í garða- og stroffp...

Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

Dominik herravettlingar
Hannyrðahornið 25. ágúst 2021

Dominik herravettlingar

Byssuvettlingar (veiðivettlingar – símavettlingar).

Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull...

Sokkaskór á börnin
Hannyrðahornið 5. júlí 2021

Sokkaskór á börnin

Prjónaðar tátiljur með gata­mynstri fyrir börn úr Drops Flora.

Hipsumhaps-sjal
Hannyrðahornið 21. júní 2021

Hipsumhaps-sjal

Hannaðu þitt eigið sjal eftir „Hipsum-haps“ aðferðinni: auðveld leið til að prjó...

Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Par...