Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eyrnaband með fölskum köðlum
Hannyrðahornið 18. október 2022

Eyrnaband með fölskum köðlum

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með fölskum kaðli úr DROPS Merino Extra Fine.

DROPS Design: Mynstur me-082-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm

Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE (fæst í Handverkskúnst) litur á mynd, ametist nr 36: 50 (50) 100 (100) g

Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 og kaðlaprjónn

Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin.

EYRNABAND:

Fitjið upp 30 (30) 36 (36) lykkjur á prjón nr 4 með DROPS Extra Fine. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið mynsturteikningu A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

Haldið áfram með mynstur A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 221⁄2 (231⁄2) 24 (241⁄2) cm (= helmingur af heildar lengd, mátaðu e.t.v. eyrnabandið og prjónaðu að óskaðri lengd). Nú er gerður kaðall fyrir miðju að framan á eyrnabandi þannig: Setjið fyrstu 15 (15) 18 (18) lykkjur á kaðlaprjón, prjónið þær 15-15-18-18 lykkjur sem eftir eru á prjóni. Prjónið síðan 15 (15) 18 (18) lykkjur af kaðlaprjóni. Haldið áfram fram og til baka með mynstur A.1 eins og áður þar til stykkið mælist ca 45 (47) 48 (49) cm – stykkið á að vera jafn langt hvoru megin við kaðal. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Saumið eyrnabandið mitt að aftan, saumið innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Festið þráðinn.

Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Skylt efni: eyrnaband

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL