Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eyrnaband með fölskum köðlum
Hannyrðahornið 18. október 2022

Eyrnaband með fölskum köðlum

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með fölskum kaðli úr DROPS Merino Extra Fine.

DROPS Design: Mynstur me-082-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm

Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE (fæst í Handverkskúnst) litur á mynd, ametist nr 36: 50 (50) 100 (100) g

Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 og kaðlaprjónn

Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin.

EYRNABAND:

Fitjið upp 30 (30) 36 (36) lykkjur á prjón nr 4 með DROPS Extra Fine. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið mynsturteikningu A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

Haldið áfram með mynstur A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 221⁄2 (231⁄2) 24 (241⁄2) cm (= helmingur af heildar lengd, mátaðu e.t.v. eyrnabandið og prjónaðu að óskaðri lengd). Nú er gerður kaðall fyrir miðju að framan á eyrnabandi þannig: Setjið fyrstu 15 (15) 18 (18) lykkjur á kaðlaprjón, prjónið þær 15-15-18-18 lykkjur sem eftir eru á prjóni. Prjónið síðan 15 (15) 18 (18) lykkjur af kaðlaprjóni. Haldið áfram fram og til baka með mynstur A.1 eins og áður þar til stykkið mælist ca 45 (47) 48 (49) cm – stykkið á að vera jafn langt hvoru megin við kaðal. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Saumið eyrnabandið mitt að aftan, saumið innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Festið þráðinn.

Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Skylt efni: eyrnaband

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð