Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Endurskinshúfa
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 1. september 2016

Endurskinshúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Nú þegar sumri fer að halla erum við mæðgur byrjaðar að hugsa til haustsins. Eitt af því sem er frábært fyrir alla er húfa, vettlingar, legghlífar og fleira prjónað úr hinu frábæra endurskinsgarni okkar.  
 
Garnið er mikið öryggisatriði þegar dimma fer og ættu öll börn að hafa húfu á höfði með innbyggðu endurskini. Við gefum ykkur hér uppskrift að húfu sem hentar bæði strákum og stelpum en fleiri stærðir fylgja með kaupum á garni hjá okkur og endursöluaðilum garnsins. 
 
Stærð: 
10-12 ára (bláa húfan á myndinni).
 
Garn: 
Glühwürmchen endurskinsgarn fæst hjá Handverkskúnst - 1 dokka – skoðaðu litaúrvalið á www.garn.is.
 
Prjónar: 
Hringprjónn 40 sm, nr 5,5 og 6. Sokkaprjónar nr 6.
 
Prjónafesta:
15 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 6.
 
Skammstafanir:
PM: prjónamerki
Aðferð: Húfan er prjónuð í hring og skipt yfir á sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar í úrtöku. 
Húfan: Fitjið upp á hringprjón nr 5,5; 70 lykkjur, setjið PM og tengið í hring og prjónið:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið* Endurtakið frá *-* út umferðina. 
Endurtakið umferðir 1 og 2, einu sinni enn. Skiptið yfir á hringprjón nr 6 og prjónið áfram umferðir 1 og 2 þar til húfan mælist 13 sm eða sú hæð sem þið viljið hafa á húfunni. 
 
Úrtaka: 
Umferð 1: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið12 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin og passið að munstrið haldi áfram eins og áður.  ATH: úrtökulykkjan er alltaf prjónuð slétt.
Umferð 2: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið 11 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin.
Umferð 3: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið 10 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin.
 
Haldið áfram að taka úr á þennan hátt en fækkið um 1 lykkju á milli úrtaka, þar til 5 lykkjur eru eftir á prjónunum. Slítið bandið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum og þvoið húfuna í höndunum eða á ullarprógrammi í þvottavél. Leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www..garn.is
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð