Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Elluteppið
Hannyrðahornið 28. maí 2020

Elluteppið

Höfundur: Handverkskúnst

Þegar Ella vinkona mín átti von á sínu fyrsta barni heklaði ég að sjálfsögðu teppi fyrir barnið. Ég vildi breyta til og hekla aðeins öðruvísi bylgjuteppi en ég hafði áður gert. Páfuglamynstur með hálfstuðlum varð útkoman og nefndi ég uppskriftina Elluteppið. Páfuglamynstur er klassískt mynstur svo ég var ekki að finna upp hjólið þar, en mér fannst ég afskaplega sniðug að hekla hálfstuðla í stað fastapinna eins og er vanalega gert. Hálfstuðlarnir gera það að verkum að það er örlítið ólík áferð á teppinu á réttunni og röngunni, sem gleður mig sorglega mikið.

Garnið er Scheepjes Stone Washed sem er alveg hreint dásamlegt að vinna með. Garnið fæst í yfir 30 fallegum litbrigðum og er hreyfing í litunum líkt og garnið sé steinþvegið.

Heklkveðja,

Elín & Guðrún María
mæðgurnar
í Handverkskúnst

Garn:
Scheepjes Stone Washed (50 g, 130 m).Fæst hjá Handverkskúnst www.garn.is
200 g Moon Stone nr. 801 (hvítur)
150 g Larimar nr. 828 (ljósblár)
150 g Blue Apatite nr. 805 (blár)

Heklunál: 4 mm
Heklfesta: 15 ST = 10 cm

Skammstafanir á hekli:
Sl. - sleppa, L - lykkja, LL - loftlykkja, HST - hálfstuðull, ST - stuðull.
*texti milli stjarna* merkir endurtekningu, [texti milli hornklofa] merkir endurtekningu innan endurtekningar.

Uppskriftin: Fitjið upp 120 LL

1. umf: Heklið 1 HST í 2. LL frá nálinni (þessi 1 LL sem er sleppt telst ekki með), 1 HST í hverja L út umferðina. (119 HST)
2. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í fyrstu L, 2 ST í næstu 2 L, [sl. 1 L, 1 ST í næstu L] x 5, sl. 1 L, *2 ST í næstu 6 L, [sl. 1 L, 1 ST í næstu L] x 5, sl. 1 L*, endurtakið frá * til * 5 sinnum til viðbótar, 2 ST í síðustu 3 L.
3. umf: Heklið 1 LL (telst ekki með), 1 HST í fyrstu L, 1 HST í hverja L út umferðina. (119 HST).
Endurtakið umferðir 2-3 þar til teppið er orðið nógu langt. Teppið í þessar uppskrift er 85 umferðir.

Mynstrið: Gengur upp í margfeldið af 17, svo er bætt við 1 LL. Þetta þýðir að þú fitjar upp 17, 34, 51, 68… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 1 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi.
 

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...

Smásjal heklað úr DROPS Air
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Uppskrift að "Happy Laurel Shawl" sjal. Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum s...

Síðar buxur
Hannyrðahornið 29. október 2023

Síðar buxur

Síðar buxur úr einbandi og plötulopa

Tíglatuskur
Hannyrðahornið 16. október 2023

Tíglatuskur

Prjónaðar tuskur með fallegu gatamynstri sem myndar tígla. Við mælum með tveimur...

Vetrartrefill
Hannyrðahornið 2. október 2023

Vetrartrefill

Uppskriftin er í einni stærð en auðvelt er að breyta bæði breidd og lengd

Notalegt hálsskjól
Hannyrðahornið 18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfald...

Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Sle...

Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.