Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dúnmjúk húfa fyrir veturinn
Hannyrðahornið 12. október 2018

Dúnmjúk húfa fyrir veturinn

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa prjónuð með garðaprjóni og gatamynstri úr Drops Sky. Uppskrift af kraganum finnur þú á Garnstudio.com.
 
Stærðir: S/M - M/L 
 
Höfuðmál: ca 54/56 - 56/58 cm
 
Garn: Drops Sky (fæst í Handverkskúnst)
50-50 g litur 07, ljóssægrænn
 
Prjónfesta: 21 lykkja á breidd með garðaprjóni = 10 cm.
Prjónar: Hringprjónn 40 cm, nr 3,5 og 4. Sokkaprjónar nr 4.
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
Úrtaka:
Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
 
Húfa:
Fitjið upp 102-108 lykkjur á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 3 cm, skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 (= 6 lykkjur) alls 17-18 sinnum hringinn. Í 11. umferð færist umferðin til um 1 lykkju þannig að gatamynstrið gangi jafnt upp. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið stykkið til loka með garðaprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 20-21 cm (nú eru eftir ca 5 cm). Í næstu umferð með sléttum lykkjum er fækkað um 3-0 lykkjur jafnt yfir = 99-108 lykkjur. Setjið nú 9 prjónamerki í stykkið með 11-12 lykkju millibili. Í næstu umferð með sléttum lykkjum er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki (= alls 9 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 10-11 sinnum = 9 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda. Húfan mælist ca 25-26 cm ofan frá og niður.
 
 
 
Prjónakveðja,
Mægðurnar í Handverkskúnst, www.garn.is
 
Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal