Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Dóru-sjal, með handgerðum skúf
Hannyrðahornið 24. maí 2023

Dóru-sjal, með handgerðum skúf

Höfundur: Fyrir Dóru, hannað hefur ©Maja Siska 2019

Skemmtileg og ósamhverf þríhyrna, með þremur litablokkum, sem hægt er að nota sem trefil. Auðvelt og skemmtilegt að prjóna, gott fyrir byrjendur sem lengra komna og þægilegt að grípa í á ferðalögum og að prjóna fyrir framan sjónvarpið. Íslenskt jurtalitað einband, einfaldur plötulopi ólitaður og handgerður skúfur gera þetta sjal einstakt.

Stærð eftir strekkingu ca 165 cm x 155 cm x 80 cm. (65 x 61 x 31 tommur).

Aðferðir: I-cord, I-cord kantur og I-cord affelling.

Efni:

1 Dóru skúfur
25 gr litur 1; Dóruband, einband jurtalitað eða skrautband
25 gr litur 2; Dóruband, einband jurtalitað eða skrautband
50 gr litur 3; einfaldur plötulopi frá Ullarversluninni Þingborg Hringprjónn nr 5 / US 8, 60 cm eða lengri
2 mismunandi prjónamerki, gott að hafa þau í sitt hvorum litnum
Nál, til að sauma skúfinn á og ganga frá endum
Vinsamlegast lesið alla uppskriftina áður en byrjað er!

Litur 1:

Fitjið upp 3 lykkjur, skiljið eftir nógu langan spotta til að sauma skúfinn á í lokin. Prjónið I-cord 7 umferðir. (I-cord: ekki snúa við eftir umferð heldur færið lykkjurnar út á hinn endann á prjóninum og prjónið lykkjurnar 3 alltaf frá hægri til vinstri með bandið fyrir aftan).

Byrjað á mynstri:

1.umferð: snúið og prjónið brugðið
2.umferð: prjónið 1 lykkju slétt, auka út um 1 lykkju til hægri, prjóna 1 l slétt, auka út um 1 lykkju til vinstri, prjóna 1 l slétt, samtals 5 lykkjur.
3.umferð: prjónið brugðið, 5 lykkjur.
4.umferð: 1 sl, auka út 1 l til vinstri, 1 sl, auka út 1 l til vinstri, 1 sl, auka út 1 l til hægri, 1 sl, auka út 1 l til hægri, 1 sl, samtals 9 lykkjur.
5.umferð: prjónið brugðið, 9 lykkjur. Nú er byrjað á I-cord kanti á báðum hliðum. Fyrstu 4 lykkjur í umferð og síðustu 4 lykkjur í umferð fara í I-cord kantinn og eru prjónaðar eins og segir í A og B allt sjalið. Allar lykkjur sem eru teknar óprjónaðar eru teknar eins og eigi að fara að prjóna þær brugðnar. Mynstur í lit 1 er garðaprjón, allar umferðir, á milli I-cord kanta, eru prjónaðar slétt.

A: með bandið fyrir aftan, taka 1 l óprjónaða, 1 sl, taka 1 l óprjónaða, 1 sl, setja prjónamerki 1, prjóna garðaprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, setja prjónamerki 2, með bandið fyrir aftan, taka 1 l óprjónaða, 1 sl, taka 1 l óprjónaða, 1 sl.

B: með bandið fyrir framan taka 1 l óprjónaða, 1 l brugðin, taka 1 l óprjónaða, 1 l brugðin, færa merki 2, prjóna garðaprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, færa merki 1, með bandið fyrir framan taka 1 l óprjónaða, 1 l brugðin, taka 1 l óprjónaða, 1 l brugðin.

Endurtaka A og B einu sinni. 
Í næstu umferð ( A ) og í fjórðu hverri umferð hér eftir ( A ) er aukið út sem hér segir:
I-cord kantur fyrstu 4 lykkjur ( A ) færa merki 1, 1 sl, auka út um 1 lykkju með því að slá uppa prjóninn eða á þann hátt sem ykkur finnst best, prjóna mynstur, færa merki 2, prjóna kant. Endurtaka umferðir A og B og aukið út í fjórðu hverri umferð, alltaf í byrjun A umferðar. Þetta er gert allt til enda. Haldið áfram þar til litur 1 er búinn eða sjalið mælist um það bil 75 cm/ 29,5 tommur, mæla hliðina sem er ekki með útaukningu, enda á A umferð.

Litur 2:

Nú er skipt yfir í lit 2, fyrsta umferðin er brugðin B, A umferðir eru prjónaðar slétt og B umferðir prjónaðar brugðnar, I-cord kanturinn prjónaður eins og áður og haldið áfram að auka út í fjórðu hverri umferð, annari hverri A umferð. Haldið áfram með lit 2 þar til bandið er búið eða litur 2 mælist um það bil 37 cm/ 14,5 tommur, enda á B umferð.

Litur 3 einfaldur plötulopi:

Byrjið lit 3 á A umferð og hún prjónuð slétt, í næstu umferð, B, er byrjað á tvöföldu perluprjóni, prjóna 1 slétta og 1 brugðna. Haldið áfram á eftirfarandi hátt: A umferð: brugðin lykkja prjónuð slétt og slétt lykkja prjónuð brugðin. B umferð: slétt lykkja prjónuð slétt og brugðin lykkja prjónuð brugðin. Muna að kantur og útaukning (í fjórðu hverri umf) er eins og áður.

Haldið áfram með tvöfalt perluprjón þar til eftir eru um það bil 5 gr af lit 3, eða litur 3 mælist ca 37 cm/ 14,5 tommur.

Þá er fellt af með I-cord affellingu:
1. Fitjið upp 3 lykkjur í byrjun prjóns.
2. Prjónið 2 lykkjur slétt, farið aftaní lykkjurnar.
3. Prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman, farið aftaní lykkjurnar. Í þessu skrefi erum við að fella af eina lykkju.
4. Setjið lykkjurnar 3 sem eru á hægri prjóni yfir á vinstri prjóninn.

Endurtakið skref 2-4 þar til allar lykkjur eru felldar af.

Þræðið Dóru skúfinn upp á I-cord endann í byrjun sjals og saumið fast þannig að I-cordinn verður að lykkju sem skúfurinn hangi í. Gangið frá öllum endum.

Skolið sjalið í volgu vatni, rúllið inn í handklæði og kreistið allt vatn úr, hristið og leggið til. Einnig hægt að strekkja og pinna niður.

Njótið Dóru-sjalsins ykkar.

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...