Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www,garn.is

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.

DROPS mynstur: cl-075

Stærð: ca 23 cm á breidd og ca 21 cm á lengd.

Garn: DROPS COTTON LIGHT fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is. 1 tuska er ca 47 g.

Litir á mynd: hvítur nr 02, natur nr 01, ljós beige nr 21, perlugrár nr 31, mintu nr 27.

Prjónar: nr 3 – eða sú stærð sem þarf til að 23 lykkjur með garðaprjóni verði 10 cm á breidd.

Uppskriftin: Tuskan er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 52 lykkjur á prjóna 3 með Cotton Light. Setjið 1 prjóna - merki í hvora hlið innan við 4 lykkjur frá kanti.

UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt.

UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt.

UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 4 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 sléttar lykkjur (prjónið 2 lykkjur í sömu lykkju með því að prjóna í fremri og aftari lykkjubogann) = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 4 (= ranga): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni yfir á hægri prjón yfir fyrstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 lykkjur slétt = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 5 (= rétta): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni á hægri prjón yfir fremstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur út umferðina.

UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umferð 3 til 6.

Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 21 cm – endið eftir umferð 6, fellið af.

Prjónið aðra tusku alveg eins úr hverjum og einum lit sem eftir er.

Skylt efni: tuskur

Notalegt hálsskjól
Hannyrðahornið 18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfald...

Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Sle...

Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.

Rósa
Hannyrðahornið 17. júlí 2023

Rósa

Upplögð í sumarprjónið

Bleik fjöður
Hannyrðahornið 3. júlí 2023

Bleik fjöður

Prjónuð barnapeysa með v-hálsmáli. Peysan er prjónuð neðan frá og upp úr dásamle...

Fislétt húfa í göngutúrinn
Hannyrðahornið 19. júní 2023

Fislétt húfa í göngutúrinn

Þessari er gott að stinga í vasann þegar það verður of heitt í veðri

Punktur punktur komma strik
Hannyrðahornið 7. júní 2023

Punktur punktur komma strik

Prjónað ungbarnateppi úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til...

Dóru-sjal, með handgerðum skúf
Hannyrðahornið 24. maí 2023

Dóru-sjal, með handgerðum skúf

Skemmtileg og ósamhverf þríhyrna, með þremur litablokkum, sem hægt er að nota se...