Barnateppið Baby Diamonds
Hannyrðahornið 5. maí 2020

Barnateppið Baby Diamonds

Höfundur: Handverkskúnst
Barnateppi eru alltaf vinsæl hvort sem er til gjafar eða eigin nota. Þetta fallega teppi er prjónað með gataprjóni. 
 
Stærðir: 47x52 (65x80) cm.
 
Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst): Gráblár nr 23: 200 (300) g
 
Prjónfesta: 20 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.
 
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm langur nr 4,5.
 
Garðaprjón: (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
 
TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.
 
Uppskrift: Fitjið upp 94 (130) lykkjur á hringprjón nr4,5. Prjónið mynstur þannig: 2 kantlykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka svona. Í síðustu umferð með sléttum lykkjum frá röngu, fækkið um 1 (5) lykkjur jafnt yfir umferð = 93 (125) lykkjur.
 
Nú er mynstrið prjónað þannig: 2 kantlykkjur garðaprjón, A.2a yfir næstu 9 lykkjur, A.2b yfir næstu 72-104 lykkjur (= 9 (13) mynstureiningar með 8 lykkjum), A.2c yfir næstu 8 lykkjurnar, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 45 (73) cm – stillið af þannig að endað sé eftir 8. umferð eða 16. umferð í mynsturteikningu.
 
Prjónið nú mynstur þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, 2 kantlykkjur garðaprjón, jafnframt í 3. umferð er aukið út um 1 (5) lykkjur jafnt yfir umferð = 94 (130) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, fellið af með brugðnum lykkjum frá réttu.
 
 
 
Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Haustpeysa á börn
Hannyrðahornið 28. október 2020

Haustpeysa á börn

Prjónuð peysa fyrir börn með laskalínu úr DROPS Merino Extra Fine. 

Georgetown-húfa  á herra
Hannyrðahornið 29. september 2020

Georgetown-húfa á herra

Prjónuð hipster húfa á herra úr DROPS Flora. Húfan er prjónuð í stroffprjóni.

Rose Blush-vesti
Hannyrðahornið 28. ágúst 2020

Rose Blush-vesti

Vestið er prjónað með stroffi og klauf í hliðum.

Prjónaðir sokkar
Hannyrðahornið 14. ágúst 2020

Prjónaðir sokkar

Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norræn...

Alvira púðaver
Hannyrðahornið 20. júlí 2020

Alvira púðaver

Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri.

Haustpeysa
Hannyrðahornið 8. júlí 2020

Haustpeysa

Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið.

Þægilegar smekkbuxur
Hannyrðahornið 10. júní 2020

Þægilegar smekkbuxur

Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað með...

Elluteppið
Hannyrðahornið 28. maí 2020

Elluteppið

Þegar Ella vinkona mín átti von á sínu fyrsta barni heklaði ég að sjálfsögðu tep...