Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Barnapeysan Rendur
Hannyrðahornið 23. ágúst 2019

Barnapeysan Rendur

Höfundur: Handverkskúnst
Peysan Rendur hefur verið í huga mér nokkuð lengi. Langaði í peysu með 3-4 röndum hvert í sínum lit og smá glimmer á milli. 
 
Twinkle er garn með glitþræði og gefur peysunni skemmtilegt „bling“. Garnið í peysuna er 100% akrýl garn, mjúkt og mjög gott að prjóna úr því.  
 
Stærðir:  2 (3-4) 5-6 (7-8) 9-10 (11-12) ára.
Yfirvídd ca.: 62 (64) 68 (74) 78 (82) cm.
Ermalengd ca.: (23) 27 (30) 35 (38) 42 cm.
Garn: Scheepjes Colour Crafter eða Velvet og Twinkle
- Colour Crafter eða Velvet: 1 dokka í hverjum lit 
- Twinkle: 1 dokka 
Prjónfesta: 20 lykkjur x 30 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 cm á prjóna nr 4.
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 60 cm, nr 3,5 og 4.
 
Peysan er prjónuð í hring ofan frá og niður. Útaukningar á berustykki móta laskalínuna. Hver litaröð er 11,5 (13) 14,3 (15,5) 17 (18,3) cm og 2 umferðir með Twinkle prjónaðar slétt á milli litaskipta.
 
Aðferð: Fitjið upp á minni hringprjón nr 3,5 með lit 1: 72 (76) 80 (84) 88 (96) lykkjur. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) 9 umferðir. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið 1 umf slétt og aukið út um 0 (0) 0 (4) 0 (0)L jafnt yfir umferð = 72 (76) 80 (88) 88 (96) lykkjur.
 
Berustykki: Byrjið útaukningu á laska og staðsetjið prjónamerki (PM) þannig: 
umf 1: 1 sl, USL, 8 (10) 10 (10) 12 (12) sl, USL, 1 sl (ermi) PM, 1 sl, USL, 24 (24) 28 (30) 32 (32) sl, USL, 1 sl (framstykki) PM, 1 sl, USL, 8 (10) 10 (10) 12 (12) sl, USL, 1 sl (ermi), PM, 1 sl, USL, 24 (24) 28 (30) 32 (32) sl (bak) USL, 1 sl (= aukið út um 8 lykkjur).
umf 2: Prjónið slétt. 
 
umf 3: Prjónið 1 sl, *USL, prjónið sl þar til 1L er að PM, USL, 2 sl* endurtakið frá *-* þar til 1L er eftir af umf, 1 sl.  
umf 4: Prjónið slétt.
 
Endurtakið umferðir 3 og 4 alls 15 (16) 17 (18) 20 (21) sinnum = 200 (212) 224 (240) 256 (272) lykkjur. ATH. Munið eftir litaskiptum. Hver litaröð er 11,5 (13) 14,3 (15,5) 17 (18,3) cm og 2 umferðir með Twinkle prjónaðar slétt á milli litaskipta. Prjónið slétt án útaukninga þar til stykkið mælist frá uppfiti á hálsmáli 14 (15) 16 (17) 18 (19,5) cm, mælt á framstykki.  
Skipting bols og erma: Setjið fyrstu 42 (46) 48 (50) 54 (58) lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 4L (umf byrjar nú í miðju þessara lykkja, setjið PM sem markar upphaf umferðar í miðju þeirra), prjónið 58 (60) 64 (70) 74 (78) lykkjur (framstykki), setjið næstu 42 (46) 48 (50) 54 (58) lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 4L, prjónið 58 (60) 64 (70) 74 (78) lykkjur (bakstykki) = 124 (128) 136 (148) 156 (164) lykkjur. Prjónið bol áfram slétt í hring, munið eftir litaskiptum. Prjónið með lit 3 þar til sá litahluti mælist 8,5 (10) 11,3 (11,5) 13 (14,3) cm. Skiptið yfir á prjóna nr 3,5 og prjónið stroff með lit 3 (1 sl, 1 br) 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm. Fellið laust af. Peysan mælist ca 36 (40) 44 (48) 52 (56) cm frá uppfiti á hálsmáli og niður.
Ermar: 
Setjið ermalykkjurnar 42 (46) 48 (50) 54 (58) af þræði á sokkaprjóna nr 4 eða 30 cm hringprjón, fitjið upp 4L = 46 (50) 52 (54) 58 (62) lykkjur. Setjið 1 PM á milli þessara nýju lykkja undir ermi, sem markar upphaf umferðar. Prjónið í hring þar til ermin mælist 2 (2) 3 (4) 4 (4) cm. Fækkið um 2 lykkjur undir ermi þannig: prjónið 1 sl, 2 sl sm, prjónið slétt þar til 3L eru eftir af umf, ttp, 1 sl. Fækkið lykkjum svona í 9. (9.) 10. (11.) 12. (12.) hverri umferð alls 6 (8) 8 (8) 8 (8) = 34 (34) 36 (38) 42 (46) lykkjur. ATH: munið eftir litaskiptum eins og á bol. Prjónið áfram þar til ermin mælist 20 (24) 27 (31) 34 (38) cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið stroff (1 sl, 1 br) 3 (3) 3 (4) 4 (4) cm. Fellið laust af. Prjónið hina ermina eins.
Frágangur: Gangið frá endum, þvoið peysuna og leggið til þerris.
 
Útskýringa á skammstöfunum:
USL: uppásláttur, sláið uppá prjóninn
ttp: takið 1L ópr, prjónið 1L og steypið yfir óprj lykkjuna
2 sl sm: prjónið 2L slétt saman
PM: prjónamerki
L: lykkja /lykkjur
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL