Alvira púðaver
Hannyrðahornið 20. júlí 2020

Alvira púðaver

Höfundur: Handverkskúnst
Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri.  
 
Stærð: 47x45 cm (púðaverið passar fyrir púða í stærð 50x50 cm, það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu)
 
Garn: Drops Flora (fæst í Handverkskúnst: 250 gr
 
Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3 eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur í sléttu prjóni = 10 cm.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
Púðaver: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Fitjið upp 224 lykkjur á hringprjón nr 3 með Flora. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki eftir 112 lykkjur = stykkinu skipt í fram- og bakhlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (= 16 mynstureiningar með 14 lykkjum). Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist ca 44 cm – stillið af eftir 14. eða 28. umferð í mynsturteikningu, prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af – Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með prjónum sem eru ½ númeri grófari.
 
 
 
Frágangur: Brjótið uppá stykkið við prjónamerkin. Saumið efri kantinn saman kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið púða í verið og saumið síðan neðri kantinn saman.
 
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

 

Haustpeysa á börn
Hannyrðahornið 28. október 2020

Haustpeysa á börn

Prjónuð peysa fyrir börn með laskalínu úr DROPS Merino Extra Fine. 

Georgetown-húfa  á herra
Hannyrðahornið 29. september 2020

Georgetown-húfa á herra

Prjónuð hipster húfa á herra úr DROPS Flora. Húfan er prjónuð í stroffprjóni.

Rose Blush-vesti
Hannyrðahornið 28. ágúst 2020

Rose Blush-vesti

Vestið er prjónað með stroffi og klauf í hliðum.

Prjónaðir sokkar
Hannyrðahornið 14. ágúst 2020

Prjónaðir sokkar

Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norræn...

Alvira púðaver
Hannyrðahornið 20. júlí 2020

Alvira púðaver

Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri.

Haustpeysa
Hannyrðahornið 8. júlí 2020

Haustpeysa

Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið.

Þægilegar smekkbuxur
Hannyrðahornið 10. júní 2020

Þægilegar smekkbuxur

Prjónaðar buxur fyrir börn með axlaböndum úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað með...

Elluteppið
Hannyrðahornið 28. maí 2020

Elluteppið

Þegar Ella vinkona mín átti von á sínu fyrsta barni heklaði ég að sjálfsögðu tep...