Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa
Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands
Gamalt og gott 19. júní 2023

Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í júlílok árið 1968 greinir Dagblaðið Vísir frá því að á landbúnaðarsýningunni, þeirri stærstu sem þá yrði haldin hérlendis, verði m.a. keppt um verðlaunasæti í uppeldi kálfa. Segir í textanum:

„Tólf unglingar á Suðurlandi fengu sér kálfa, sem þeir tóku að sér að ala upp sjálfir, og mátti enginn annar koma þar nærri. Einn heltist úr lestinni, þar sem honum fannst kjánalegt að bursta og kemba kálfi. Krakkarnir ellefu munu koma með kálfa sína á landbúnaðarsýninguna í Laugardal og leiða þá í dómhring. Hæstu verðlaun eru 10.000 krónur. Tekið verður tillit til byggingarlags kálfanna, tamningar, framkomu unglings og dagbóka og skýrslna, sem börnin hafa fært um tamninguna af mikilli nákvæmni.“

Ekki kemur fram hvert ungmennanna hlaut verðlaunin, en sýningin, sem haldin var þann 9. ágúst í Laugardalnum, þótti gefa glöggt og greinargott yfirlit yfir þróun landbúnaðar og þær framfarir sem orðið höfðu yfir þá áratugi frá því að sýningin var fyrst haldin.

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum
Gamalt og gott 19. september 2023

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Hluti af myndaseríu sem sýnir frá blóðtöku úr hry...

Heimilissýningin, Heimilið '77
Gamalt og gott 5. september 2023

Heimilissýningin, Heimilið '77

Mikið var um að vera í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst 1977 við opnun einnar g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi
Gamalt og gott 22. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi

Á hverju ári er flutt til landsins talsvert magn af lifandi stofuplöntum, ávaxta...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins
Gamalt og gott 21. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins

Ísland gæti verið síðasta landið í heiminum þar sem venjulegt meðalstórt kúabú g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi

„Mér hefur hvergi litið betur en í kringum skepnur, en vissi auðvitað að fleiri ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin

Vísindamenn víða um heim hafa lýst vaxandi áhyggjum sínum af minnkandi virkni á ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini
Gamalt og gott 15. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini

Trúin á mátt steina var almenn hér á landi fyrr á öldum og náttúrusteinar taldir...

Mýrdalsfóður 1987
Gamalt og gott 14. ágúst 2023

Mýrdalsfóður 1987

Mynd úr safni Bændasamtakanna sem sýnir heykögglaverksmiðju. Á bakhliðinni stend...