Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjárflutningar 1952
Gamalt og gott 17. júlí 2023

Fjárflutningar 1952

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þessir vösku fjárflutningamenn æja og fylla á bensíntankana nálægt Hreðavatnsskála – allir úr Eyjafirðinum, nánar tiltekið Öngulsstaðahreppi, eins og hét þá. Var hreppurinn austan Eyjafjarðarár í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Öngulsstaði, en sameinaðist 1. janúar árið 1991 Hrafnagilshreppi og Saurbæjarhreppi undir nafninu Eyjafjarðarsveit. Þetta ár fóru fram stórfelldustu fjárflutningar sem átt höfðu sér stað til þessa, en skv. Morgunblaðinu þann 19. september 1952 kemur fram að um ræði flutninga líflamba frá Norður- til Suðurlands. Frá vinstri: Jón Árnason frá bænum Þverá, bræðurnir Kristján og Hreiðar Sigfússynir frá Ytra-Hóli, en við dæluna stendur Vigfús Guðmundsson, gestgjafi veitingaskálans á Hreðavatni. Uppi á bílnum glyttir í Hjörleif Tryggvason frá Ytra-Laugalandi. Er myndin tekin af Gísla Kristjánssyni, þáverandi ritstjóra búnaðarblaðsins Freys, forvera Bændablaðsins.

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...