Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Fjárflutningar 1952
Gamalt og gott 17. júlí 2023

Fjárflutningar 1952

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þessir vösku fjárflutningamenn æja og fylla á bensíntankana nálægt Hreðavatnsskála – allir úr Eyjafirðinum, nánar tiltekið Öngulsstaðahreppi, eins og hét þá. Var hreppurinn austan Eyjafjarðarár í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Öngulsstaði, en sameinaðist 1. janúar árið 1991 Hrafnagilshreppi og Saurbæjarhreppi undir nafninu Eyjafjarðarsveit. Þetta ár fóru fram stórfelldustu fjárflutningar sem átt höfðu sér stað til þessa, en skv. Morgunblaðinu þann 19. september 1952 kemur fram að um ræði flutninga líflamba frá Norður- til Suðurlands. Frá vinstri: Jón Árnason frá bænum Þverá, bræðurnir Kristján og Hreiðar Sigfússynir frá Ytra-Hóli, en við dæluna stendur Vigfús Guðmundsson, gestgjafi veitingaskálans á Hreðavatni. Uppi á bílnum glyttir í Hjörleif Tryggvason frá Ytra-Laugalandi. Er myndin tekin af Gísla Kristjánssyni, þáverandi ritstjóra búnaðarblaðsins Freys, forvera Bændablaðsins.

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum
Gamalt og gott 19. september 2023

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Hluti af myndaseríu sem sýnir frá blóðtöku úr hry...

Heimilissýningin, Heimilið '77
Gamalt og gott 5. september 2023

Heimilissýningin, Heimilið '77

Mikið var um að vera í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst 1977 við opnun einnar g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi
Gamalt og gott 22. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi

Á hverju ári er flutt til landsins talsvert magn af lifandi stofuplöntum, ávaxta...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins
Gamalt og gott 21. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins

Ísland gæti verið síðasta landið í heiminum þar sem venjulegt meðalstórt kúabú g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi

„Mér hefur hvergi litið betur en í kringum skepnur, en vissi auðvitað að fleiri ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin

Vísindamenn víða um heim hafa lýst vaxandi áhyggjum sínum af minnkandi virkni á ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini
Gamalt og gott 15. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini

Trúin á mátt steina var almenn hér á landi fyrr á öldum og náttúrusteinar taldir...

Mýrdalsfóður 1987
Gamalt og gott 14. ágúst 2023

Mýrdalsfóður 1987

Mynd úr safni Bændasamtakanna sem sýnir heykögglaverksmiðju. Á bakhliðinni stend...