Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Góð mæting var á stofnfund um rekstur verslunar í Árneshreppi og ríkti bjartsýni á fundinum. Mynd / Skúli Gautason
Góð mæting var á stofnfund um rekstur verslunar í Árneshreppi og ríkti bjartsýni á fundinum. Mynd / Skúli Gautason
Mynd / Skúli Gautason
Fólk 25. febrúar 2019

Félag stofnað um verslunarrekstur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi var haldinn í byrjun febrúar. Verslun lagðist af í hreppnum haustið 2018 og hafa íbúar hreppsins þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi, þar sem ekki er mokað að jafnaði í Árneshreppi frá áramótum til 20. mars. 
 
Það er því afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.
Fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi við verkefnið og áhuga á því að eignast hlutafé í versluninni. Um 4.000.000 kr. söfnuðust í hlutafé og eru hluthafar tæplega 70. Sett var 100.000 kr. hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild.
 
Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði verslunarinnar í Norðurfirði. Það var góð mæting og ríkti bjartsýni á fundinum, segir í frétt á vefsíðu Byggðastofnunar. Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan afgreiðslutíma strax á vormánuðum og síðan með fullum afgreiðslutíma í sumarbyrjun. 

Skylt efni: Árneshreppur

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Fólk 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Fólk 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Fólk 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Fólk 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Fólk 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Fólk 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Fólk 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Fólk 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...