Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þær eru víða fallegar sveitirnar í Norður-Noregi.
Þær eru víða fallegar sveitirnar í Norður-Noregi.
Líf&Starf 12. nóvember 2019

Fær bændur til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta og hugsa í nýsköpun

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Árangur verkefna sem fylkisstjórinn í Nordland-fylki í Noregi hefur staðið fyrir síðastliðin 10 ár hafa vakið athygli í Noregi og víðar. Þar er fléttað saman verkefnum til að auka ferðaþjónustu í fylkinu ásamt því að fá bændur í meira mæli með til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta með því að hugsa í nýsköpun. Um 500 aðilar hafa tekið þátt í verkefnunum sem mörg hver hafa skilað miklum og góðum árangri og enn eru víða óplægðir akrar. 
 
„Við höfum nú lokið við þrjú verkefni og erum að byrja á því fjórða. Fylkisstjórinn ber ábyrgð á verkefnunum en við höfum úthlutunarþáttinn á okkar herðum hér. Það þýðir að okkar hlutverk er að hvetja fólk sem er í byrjunarfasanum með hugmynd og í samstarfi við Nýsköpunarsjóð Noregs (Innovasjon Norge) komum við fólki yfir á næsta stig. Við eigum mjög gott samstarf við öll sveitarfélög í fylkinu sem er mikilvægt í svona verkefnum,“ segir Hanne-Sofie Trager, ráðgjafi hjá fylkisstjóranum í Nordland-fylki.
 
Ostur frá Sæterstad-sveitabænum í Nordland-fylki vann gull- og bronsverðlaun á síðasta Norðurlandamóti í ostum.
 
Taka meira frumkvæði en áður
 
Nordland-fylki er þriðja stærsta ferðamannafylkið í Noregi á eftir Osló og Akershus og það er mikilvægt að bændurnir fái sinn hlut af þeim iðnaði.
 
„Við trúum því að þetta skili árangri en öll slík verkefni sem ráðist er í taka eðlilega tíma. Þegar við byrjuðum voru til dæmis 45 aðilar með þegar kom að ferðaþjónustu en núna eru þeir í kringum 100. Einnig sjáum við aukningu hjá þeim sem starfa með matvæli því í byrjun voru í kringum 100 fyrirtæki skráð í fylkinu en núna eru þau um 140. Það var einnig mikil áhersla lögð á sveitabúðir sem eru nú í kringum 70 talsins. Nú sjá líka flestir að ef einhver vill byrja með eitthvað er bara að láta vaða því hér eru næg tækifæri,“ útskýrir Hanne-Sofie og segir jafnframt:
 
„Við höfðum mikinn fókus á að hafa alla virðiskeðjuna með og eftir tíu ára starf með þessa hvatningu og aðstoð til framleiðenda sjáum við góðan árangur. Bændurnir taka meira frumkvæði í dag og byrja með eitthvað sjálfir sem þeim dettur í hug. Hér áður þurftum við að ýta að þeim hugmyndum og koma þeim á námskeið. Það sem við sjáum líka er að fleiri og fleiri bændur fara út í lífræna ræktun og framleiðslu sem hefur verið vinsælt.“
 
Hanne-Sofie Trager.
Í Nordland-fylki byggist landbúnaður að miklu leyti á hefðbundinni gróffóðurræktun og í dag má meðal annars finna osta- og hunangsframleiðendur sem unnið hafa til alþjóðlegra verðlauna, framleiðendur á rabarbarasafa og mjaðjurtargéle ásamt lambakjöti á heimsmælikvarða svo fátt eitt sé nefnt. 
 
„Við vinnum með svæðisbundnar aðgerðir og stefnu fyrir landbúnað í fylkinu en hér er að mestu stundaður hefðbundinn landbúnaður. Í verkefni sem nær yfir allt landið, Inn på tunet, leggjum við áherslu á að bændur taki þátt og það hefur heppnast mjög vel. Þar er almenningi boðið að koma og kynnast lífi bændanna á bænum. Það eru um 240 þúsund íbúar í fylkinu og því mikilvægt að kynna slík verkefni vel fyrir þeim ásamt ferðamönnunum,“ segir Hanne-Sofie og bætir við:
 
„Ferðir sem við skipuleggjum hafa líka verið vinsælar þar sem við förum örlitla hringferð um svæðið og heimsækjum sveitabæi sem eru að fást við ólíka hluti. Þannig geta þátttakendur séð með eigin augum þá fjölbreytni sem hægt er að fást við, fengið hugmyndir og vonandi farið heim reynslunni ríkari til að láta vaða sjálfir í að gera eitthvað nýtt og spennandi.“
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...