Skylt efni

Tækniskólinn

Tækniskólinn fékk veglega gjöf sem nýtist vel við kennslu í pípulögnum
Fréttir 23. apríl 2018

Tækniskólinn fékk veglega gjöf sem nýtist vel við kennslu í pípulögnum

Þann 13. mars síðastliðinn var Tækniskólanum gefin vegleg gjöf til verklegrar kennslu nemenda í pípulagningum. Gjöfin samanstendur af hitaveitugrind, skáp, hemli og forðakút sem ætlað er til uppsetningar í sumarhús þar sem hitaveita er takmörkuð gegnum hemil.