Gerði lokræsi um land allt
Pálmi Jónsson fór um land allt og útbjó lokræsi í ræktarlandi bænda með plógi smíðuðum á Íslandi. Plógurinn er enn til, en Pálmi, sem verður níræður í sumar, vann síðast á honum 82 ára gamall. Plógurinn sker ferhyrningslaga streng undir yfirborðinu, færir til hliðar og skilur eftir ferstrent ræsi.