Meðhöndlun júgurbólgu með leysigeisla?
Það er alþekkt aðferð að nota laser eða leysigeisla við sértækar meðferðir einstaklinga á sjúkrahúsum, við húð og hármeðferðir eða t.d. við sjúkraþjálfun svo dæmi sé tekið.
Það er alþekkt aðferð að nota laser eða leysigeisla við sértækar meðferðir einstaklinga á sjúkrahúsum, við húð og hármeðferðir eða t.d. við sjúkraþjálfun svo dæmi sé tekið.
Vandamál tengd júgurheilbrigði kúa eru margvísleg og er júgurbólga hjá kúm sá sjúkdómur sem veldur kúabændum um allan heim mestu fjárhagslegu tjóni og árlega eru framkvæmdar ótal rannsóknir víða um heim á júgurheilbrigði mjólkurkúa.
Ein algengasta orsök júgurbólgu hjá kúm eru rangar mjaltir og kemur þar margt til, en auðvitað er ýmislegt annað sem getur valdið júgurbólgu eins og smitvænlegt umhverfi í fjósi, spenastig, streita hjá kúm, óhreinar kýr, lág mótefnastaða vegna annarra sjúkdóma eða fóðrunar og fleira mætti nefna.
Duldar júgurbólgusýkingar af völdum kóagúlasa neikvæðum stafýlókokkum, sem stundum eru nefndir K-, KNS eða CNS (erlendis), eru afar algengar víða um heim og eru þessar KNS sýkingar oftast flokkaðar í einn meðferðarflokk.