Skylt efni

Hafsteinn Hafliðason

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar aðstæður. Höfundur er Hafsteinn Hafliðason sem er margverðlaunaður fyrir ævistarf sitt sem tengist garðyrkju og ræktun og ekki síst fræðslu.

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar
Líf og starf 27. apríl 2018

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar

Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar. Hafsteinn er einn þekktasti garðyrkjumaður landsins og starfaði lengst af hjá Blómavali.

Þurfum að koma okkur upp hagkvæmri skógarauðlind
Viðtal 20. apríl 2018

Þurfum að koma okkur upp hagkvæmri skógarauðlind

Hafsteinn Hafliðason er mörgum garðeigendum og öðru áhugafólki um plöntur að góðu kunnur. Hann hefur á starfsferli sínum getið sér gott orð sem garðyrkjufræðingur og alþýðufræðari um ræktun plantna og umhirðu.

Jurtir Karlamagnúsar  – gúrkur og annað skylt, síðari hluti
Fréttir 16. desember 2016

Jurtir Karlamagnúsar – gúrkur og annað skylt, síðari hluti

Í görðum Karlamagnúsar uxu gúrkur, melónur og flöskualdin. Gúrkunum voru gerð skil hér í síðasta tölublaði. Nú er komið að þeim síðartöldu.

Jurtir Karlamagnúsar  – gúrkur og annað skylt – fyrri hluti
Allra heilagra messa, hrekkjavakan og amerísk grasker
Á faglegum nótum 4. nóvember 2016

Allra heilagra messa, hrekkjavakan og amerísk grasker

Allra heilagra messu ber samkvæmt kirkjuhefð upp á fyrsta dag nóvembermánaðar ár hvert. Svo ákvað Gregoríus páfi, hinn fjórði með því nafni. Hann gegndi páfadómi frá árinu 827 til dauðadags árið 844. Dagurinn var helgaður öllum píslarvottum og öðru sannheilögu, framliðnu fólki sem ekki átti sinn sérstaka sálumessudag í viðburðaskrá hinnar rómversku...

Jurtir Karlamagnúsar – flóamyntan
Á faglegum nótum 24. október 2016

Jurtir Karlamagnúsar – flóamyntan

Flóamyntan, Mentha pulegium, var ein af þeim jurtum sem Karlamagnús vildi sjá í görðum sínum. Hún er eina myntan sem okkur finnst nú varasamt að nota sem krydd í matargerð. Gildi hennar fólst mest í því hversu mikilvæg hún var í baráttunni við óværu á fólki og fénaði.

Jurtir Karlamagnúsar – rúðan
Á faglegum nótum 6. október 2016

Jurtir Karlamagnúsar – rúðan

Frá örófi alda hefur sígrænn hálfrunni með bláleitum, stakfjöðruðum blöðum og grængulum blómum í gisnum skúf haldið athygli lækna jafnt sem kennimanna. Og eiginlega óslitið allt fram á okkar tíma.

Jurtir Karlamagnúsar – munkareinfang
Á faglegum nótum 23. september 2016

Jurtir Karlamagnúsar – munkareinfang

Í einni ítarlegustu úttekt og fororðningu sinni, Capitulare de Villis, lét Karlamagnús gera lista yfir ríflega sjötíu tegundir jurta sem hann vildi hafa í görðum sínum. Allar þessar jurtir höfðu þá verið í ræktun frá upphafi söguritunar við norðanvert Miðjarðarhaf.

Vallhumall – vænn og grænn
Á faglegum nótum 26. ágúst 2016

Vallhumall – vænn og grænn

Sum atvik úr bernskunni muna menn betur en önnur. Ein af mínum sterkustu bernskuminningum er afskaplega illa lyktandi feiti sem borin var á útstæð barnseyru mín þegar þau höfðu sólbrunnið illa á einu af þessum sólríku sumrum Inndjúpsins um miðja síðustu öld.

Garðabrúðan geðþekka
Á faglegum nótum 12. ágúst 2016

Garðabrúðan geðþekka

Baldrían var eitt af fyrstu plöntuheitunum sem ég lærði sem barn. Roskin kona sem var á heimili afa míns og ömmu í innanverðu Ísafjarðardjúpi notaði það um snotra og státlega jurt sem óx í nokkrum hnausum í deiglendisurð innan við elsta bæjarstæðið í Reykjarfirði.

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – fjórða grein
Á faglegum nótum 13. júní 2016

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – fjórða grein

Í sveipjurtaættinni eru nokkrar tegundir sem einvörðungu eru ræktaðar sem matjurtir. Allar hafa þær verið lengi í ræktun og þróun þeirra eftir að þær komust í manna hendur hefur oftast fært þær býsna langt frá uppruna sínum í útliti og háttum. Hér verður fjallað um þrjár þess konar.

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – þriðja grein
Á faglegum nótum 26. maí 2016

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – þriðja grein

Til Sveipjurtaættarinnar teljast fleiri tegundir kryddjurta en minnst hefur verið á í fyrri pistlum. Þær þrjár sem hér verða til umræðu eru suðlægari og viðkvæmari í ræktun undir berum himni við norrænar aðstæður en hinar fyrrtöldu. Hins vegar þrífast þær tiltölulega vel í yfirbyggðum reitum eða plastbogahúsum hér á landi.

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – önnur grein
Á faglegum nótum 12. maí 2016

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – önnur grein

Af Sveipjurtaætt, Apiaceae, eru nokkrar tegundir sem auðvelt er að rækta sem tvíærar eða einærar kryddjurtir og flestar hafa verið hér í ræktun allt frá upphafi íslenskrar garðyrkju á síðustu árum nítjándu aldar.

Hin misvinsæla Sveipjurtaætt – fyrsta grein
Hin víðfeðma víðiættkvísl
Á faglegum nótum 15. apríl 2016

Hin víðfeðma víðiættkvísl

Frá nyrstu ströndum Norður­hjarans og niður til sígrænna skóga SA-Asíu og Mexíkó má finna fulltrúa víðiættkvíslarinnar, Salix. Sem svo aftur, ásamt öspum og kesjum teljast til víðiættbálksins, Saliceae, innan hinnar eiginlegu Víðiættar, Salicaceae, sem svo innifelur um hálfan sjötta tug annarra ættkvísla.

Hinn elskulegi engifer  og útúrdúr um enskan biskup
Á faglegum nótum 4. desember 2015

Hinn elskulegi engifer og útúrdúr um enskan biskup

Engifer er ein þessara ævafornu krydd- og lækningajurta sem komnar voru til sögunnar löngu fyrir okkar söguskyn. Ágiskanir um upprunaland hans er nokkuð á reiki, en víst er um að hans er getið í indverskum og kínverskum ritum eins langt aftur og ritlistin nær.

Beiskur ertu, Pipar minn – en löng er þín saga!
Á faglegum nótum 6. nóvember 2015

Beiskur ertu, Pipar minn – en löng er þín saga!

Af svartpipar, piparnum sem við köllum bara pipar í daglegu máli, koma nokkrar gerðir. Fyrst og fremst er það sjálfur svartpiparinn, kornin mósvörtu, sem bæði er hægt að fá heil og möluð.