Bændur þakklátir frjótæknum
Hermann Árnason, frjótæknir á Hvolsvelli, hefur unnið við sæðingar frá því hann var nítján ára árið 1978. Hann verður 67 ára gamall í haust, en segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann láti af störfum við þau tímamót. Starfssvæði hans nær frá Mýrdal vestur að Rangárvöllum.



