Sláturtíð hafin í Brákarey
Haustslátrun hófst í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi föstudaginn 15. ágúst. „Við slátruðum tuttugu lömbum, svona rétt til að starta þessu. Annars erum við oft að slátra hundrað lömbum á dag,“ segir Eiríkur Blöndal, stjórnarformaður Sláturhúss Vesturlands.


