Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sauðfjárslátrun allt árið
Líf og starf 9. október 2023

Sauðfjárslátrun allt árið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í Brákarey í Borgarfirði er handverkssláturhús sem slátrar sauðfé og stórgripum árið um kring.

Eiríkur Blöndal stjórnarformaður segir haustin ekki vera sama álagspunkt og í hefðbundnum sláturhúsum. Að jafnaði er slátrað vikulega, en Eiríkur segir sláturdagana vera tvo í hverri viku núna á haustin.

Á þessum árstíma sé helsta breytingin sú að meira sé slátrað af fullorðnu fé, en utan hefðbundins sláturtíma sé aðallega slátrað gimbrum.

Mikil nýsköpun

Núna sé þar að auki meira um að slátrað sé fyrir þá bændur sem taka lambakjöt til heimanota eða til frekari vinnslu og sölu beint frá býli. Brákarey býður bændum upp á að verka kjötið eftir þeirra óskum og segir Eiríkur þar mikla fjölbreytni og nýsköpun. Allir viðskiptavinirnir láti kjötið hanga.

Hann segir ágætt verð fást fyrir ferskt kjöt, en markaðinn ekki stóran. Mikill áhugi sé meðal fagmanna í veitingageiranum að versla þeirra vörur, því þó þær séu dýrari þá sé þetta af bestu gæðum.

Ólíkt því sem venjan er, þá hefur kjötið sem Brákarey selur veitingahúsum aldrei verið fryst.

Eiríkur segir kjötið ekki fást í hefðbundnum matvöruverslunum.

Önnur sérstaða sláturhússins er sú að það er með lífræna vottun. Þar sé því hægt að slátra nautgripum frá þeim kúabúum sem eru hluti af Biobú. Þar sem hafi orðið bakslag í lífrænni vottun sauðfjárræktarinnar séu vannýtt tækifæri á því sviði. Eiríkur segir umsvif sláturhússins hafa aukist hægt og rólega. Nú sé um hundrað gimbrum slátrað mánaðarlega utan venjulegs sláturtíma og er fjöldi starfsmanna á bilinu sex til átta.

Úrgangsmál óljós

Með breytingum á lögum um förgun lífræns úrgangs segir Eiríkur mjög óljóst hvernig hlutirnir eigi að verða og hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sjá um framkvæmdina. Enginn móttökuaðili geti tekið við úrganginum og reiknar hann með að fleiri sláturhús glími við sama vanda. Því sem á annað borð sé hent sé enn urðað.

Brákarey hafi nýlega fengið styrk til verkefnis sem miðar að því að minnka losun úrgangs. „Við erum að vinna mikið við að nota sem mest af aukaafurðunum, þannig að við hirðum mjög margt og erum komin með góða samstarfsaðila í því.“

Skylt efni: Brákarey

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...