Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vond lykt
Skoðun 16. mars 2015

Vond lykt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Verslunin í landinu og ekki síst samtök stórkaupmanna voru húðskömmuð í ræðum við setningu Búnaðarþings 1. mars og greinilega ekki að ósekju.

Samkeppniseftirlitið hefur nú loksins staðfest það sem bændur og forystumenn Bændasamtakanna hafa haldið fram um árabil að verslunin væri ekki að koma heiðarlega fram gagnvart neytendum. Tekur stofnunin í nýrri skýrslu undir  fjölmörg sjónarmið samtaka bænda í þessum efnum er varðar til dæmis það sem varla er hægt að kalla annað en okur á innfluttum vörum. Einnig á vörum frá bændum þar sem miklir afslættir til verslana hafa ekki verið að skila sér. Þá er ljóst að verslunin hefur beitt sinni sterku stöðu til að stilla framleiðendum upp við vegg. Þetta hefur m.a. verið gert í gegnum fáránlegan skilarétt á innlendum landbúnaðarvörum. Hvaða skynsemi er t.d. í því að verslunarfyrirtæki geti fyllt allar sínar hirslur með kjöti til að trufla aðgengi keppinautanna að vörunni? Svo hefur verslunin haft skilarétt á því sama kjöti ef ekki gengur að selja það. Eftir sitja svo afurðafyrirtæki bænda með sárt enni. Allavega hefur enn ekki tekist að blása lífi í dýr á ný sem leitt hefur verið til slátrunar og hlutað sundur, sem réttlætt gæti slíka endurheimtöku. Varla getur verslunin heldur beitt þeim rökum að varan hafi öll verið útrunnin á tíma þegar hún kom inn fyrir þeirra dyr. Þarna er verslunin bæði með belti og axlabönd sem er skondið þar sem margir úr þeim geira hafa einmitt verið að gagnrýna bankana fyrir það sama.

Svo minnst sé á bankana þá bendir Samkeppnisstofnun líka á þær gríðarlegu afskriftir sem hafa átt sér stað innan verslunarinnar á undanförnum árum. Þar koma menn að athyglisverðum punkti sem snertir Alþýðusamband Íslands. Þar á bæ hafa menn varið lífeyrissjóðina með kjafti og klóm sem eru orðnir stóreigendur í verslunarfyrirtækjum landsins. Einu undantekningarnar eru trúlega verkalýðsfélögin á Akranesi og Húsavík. ASÍ hefur því í raun verið að verja aðför verslunarinnar að sínum eigin skjólstæðingum beint og óbeint. Í hinum almennu lífeyrissjóðum hafa t.d. engir aðrir komist til áhrifa nema útvaldir forystumenn úr röðum ASÍ og atvinnurekenda. Almennt verkafólk sem er jafnframt skjólstæðingar aðildarfélaga ASÍ kemst þar hvergi nærri. Í þeim efnum gildir sannarlega ekkert lýðræði. Það er vond lykt af þessu máli hvernig sem á það er litið.

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...

Notkun sýklalyfja í landbúnaði
Skoðun 8. júní 2023

Notkun sýklalyfja í landbúnaði

Í nóvember 2022 kom út tólfta skýrsla Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun...

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...