Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skýin sem kennileiti
Skoðun 2. júlí 2015

Skýin sem kennileiti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hrafninn er sá fugl sem sveipaður er mestri dulúð í íslenskri þjóðtrú og um hann er fjöldi sagna.

Í aldaraðir hefur hann allt í senn verið álitinn skemmtilegur eða leiðinlegur, verið dáður og hataður, ofsóttur eða alfriðaður.

Ólíkt því sem margir halda telst hrafninn ekki til ættar ránfugla. Hann er spörfugl eins og þrösturinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn. Hrafninn er að vísu fjarskyldur ættingi þessara fugla og mjög ólíkur þeim. Hann er langstærsti og algengasti spörfuglinn sem verpir á Íslandi og algengur um allt land.

Einstaka sinnum kemur fyrir að það fæðist hvítur fugl og af því er dregið orðtakið: Sjaldséðir hvítir hrafnar. Einnig er vitað um hrafn sem var með stórar hvítar skellur á vængjunum.

Krummi er glysgjarn, hann er safnari og stelur öllu sem hann getur. Í laup hrafna hafa fundist furðulegustu hlutir: marglit glerbrot, litríkir steinar og plastbrúsar og jafnvel gaddavír. Ein sagan segir að krummi eigi það til að grafa þýfið í jörðu en finni það svo aldrei aftur vegna þess að hann noti skýin sem kennileiti.

Huginn og Muninn

Í norrænni trú var hrafninn talinn spáfugl. Á öxlum Óðins sitja tveir hrafnar, Huginn og Muninn. Snemma á morgnana hefja þeir sig til flugs og fljúga um allar jarðir og þegar þeir snúa til baka hvísla þeir fréttum í eyru Óðins og er hann því nefndur hrafnagoð. Hrafninn eru líka fugl orrustuvallarins. Þeir sem falla í valinn og fara til Valhallar eru kallaðir hrafnafóður.

Sagt er að Flóki Vilgerðarson, sem einna fyrstur fann Ísland, hafi blótað þrjá hrafna og heitið Óðni því að gera þá sér leiðitama. Þegar hann sigldi síðan til Íslands hafði hann hrafnana með til að vísa sér leiðina.

Íslendingar hafa lengi trúað því að hrafninn sé allra fugla vitrastur og að hann viti ekki einungis það sem á sér stað á fjarlægum slóðum heldur geti einnig sagt til um ókomna atburði. Áður var talið að þeir sem legðu sig fram við að fylgjast með flugi og krunki hrafnsins áttuðu sig á veðrabreytingum og öðru gagnlegu af háttum hans.

Hrafninn er kjaftaglaður og það þótti gagnlegt ef menn skildu krunkið í honum eða tungumál annarra fugla.

Hrafninn hefur lengi verið tengdur ýmiss konar kukli og nánast óhugsandi að nokkur galdramaður með sjálfsvirðingu eigi ekki taminn hrafn. Ungir nútímaloddarar láta sér þó yfirleitt duga að eiga uppstoppaðan fugl.

Hrafnar eru félagslyndir og fara oft um í hópum. Á kvöldin safnast hóparnir saman á náttstað og nefnist það hrafnaþing. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt að hrafnar haldi þing tvisvar á ári, vor og haust. Á vorþingum ákveða hrafnar hvernig þeir skuli hegða sér yfir sumarið, en á haustþingum skipa þeir sér niður á bæi. Þeir eru þá alltaf tveir saman, karl- og kvenfugl, svipað því og þegar hreppsómagar voru settir niður til vetursetu. Ef tala hrafna á þingi er stök eltir hópurinn uppi þann staka og drepur hann. Eftir að hrafnarnir settu sig niður á bæina voru þeir kallaðir heima- eða bæjarhrafnar.

Skylt efni: Stekkur | Hrafnar | Ský

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...