Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði
Mynd / Bbl
Skoðun 9. september 2021

Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði

Höfundur: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigurður Torfi Sigurðsson

Landbúnaður og náttúruvernd eru hugtök sem gjarnan er stillt upp sem andstæðum. 

Eitt sé að vernda en annað að nýta náttúruauðlindir. Þetta er ekki rétt því hér á hvort að styrkja annað. Ísland býr yfir einstakri náttúru og lífríki sem við þurfum að gæta og vernda fyrir okkur og komandi kynslóðir til að njóta, en ekki síður til að tryggja jafnvægi í lífríkinu og lífvænleg skilyrði á jörðinni. Íslenskur landbúnaður þarf aðgengi að nauðsynlegum náttúruauðlindum s.s. góðan jarðveg til ræktunar og grösug beitarlönd. Íslenskur landbúnaður þarf að byggja á sjálfbærri nýtingu þessara náttúruauðlinda og burðarþoli hverrar bújarðar. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda í landbúnaði þarf ekki að fórna náttúruverðmætum á borð við einstök landslagseinkenni, breytileika lífríkis eða sérstæð og sjaldgæf vistkerfi t.d. votlendisvistkerfi. 

Við í VG vitum að íslenskur landbúnaður á bjarta framtíð fyrir sér ef rétt er haldið á spilunum og  náttúruvernd verður þá einn helsti styrkleiki hans.

Bændur eiga að geta stundað arðbæran búskap samhliða markvissri náttúruvernd sem á að vera þeirra vörumerki og metnaður. Við eigum að nýta sérstöðu íslenskrar náttúru fyrir okkar landbúnaðarafurðir.

Til þess þurfum við að breyta stuðningskerfi landbúnaðarins og hverfa frá framleiðsluhvetjandi stuðningi, en taka upp kerfi sem styður við sjálfbærni, náttúruvernd og gæðaframleiðslu.

Mikil tækifæri liggja í að minnka kolefnisspor landbúnaðar. Bændur geta gegnt lykilhlutverki í að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi árið 2040. 

Efla þarf þátttöku bænda í umhverfis- og loftslagsverkefnum og styðja við þá í því verki, þannig að þeir sjái sér hag í þátttöku. Í þessu eru bændur með þátttöku sinni beint og óbeint að framleiða ýmsar óefnislegar afurðir sem koma almenningi til góða. Þar má nefna kolefnisbindingu, kolefnisgeymslu, hreint vatn, heilbrigð vistkerfi, búsvæði annarra lífvera o.fl. Styrkjakerfið þyrfti að greiða fyrir þessar afurðir.   

Lífrænn landbúnaður hefur minna kolefnisspor. Beitiland, heyskapur og ræktun matjutra verður sjálfbært með því að notkun tilbúins áburðar er hætt. Aðlögunarferli að lífrænum landbúnaði er nokkuð langt og lífrænn landbúnaður hefur hægara framleiðsluferli og er því kostnaðarsamari, sérstaklega á aðlögunartíma lands, húsakosts og búnaðar. Styrkjakerfi landbúnaðarins þyrfti því að koma betur til móts við þetta ferli en gert er í dag.

Umhverfi í landbúnaði þarf að hvetja bændur til nýsköpunar og veita svigrúm og getu til þróunarstarfa. Aukin heimavinnsla afurða og sala beint frá býli eykur virði vörunnar og styrkir bæði framleiðandann og nærsamfélagið, myndar traustara samband og eykur skilning milli framleiðanda og neytanda. Minni sláturhús, svokölluð handverkssláturhús og löglega útfærð heimaslátrun er stór forsenda fyrir vinnslu og sölu beint úr héraði.

Suður- og suðausturland er fyrir margra hluta sakir kjörið til matvælaframleiðslu og er eitt hentugasta svæði til landbúnaðar á Íslandi. Hagstætt veðurfar og landrými til kornræktar, heitt vatn til ylræktar, gnægð af fersku vatni, beitilönd fyrir búpening og landrými til heyöflunar og grænfóðurræktunar. Það að framleiða sem mest af matvælum heima fyrir samræmist vel ákalli nútímans um minna kolefnisspor.

Vinstri græn eru eina stjórnmálahreyfingin í landinu sem hefur heildstæða stefnu í náttúruvernd og umhverfismálum og landbúnaðarstefnu sem byggir á sjálfbærri landnotkun og grænum hvötum. Að opinberum aðilum frátöldum eru bændur stærstu eigendur lands á Íslandi. Með samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar styrkjum við byggðafestu í landinu.

Á sama tíma fær náttúruvernd byr undir báða vængi og matvælaöryggi þjóðarinnar er styrkt.

 

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
bóndi skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.

Sigurður Torfi Sigurðsson
bóndi og ráðunautur skipar 8. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi

Öfgar og ofstæki
Skoðun 10. september 2021

Öfgar og ofstæki

Hinn 25. september ganga Íslendingar að kjörborðinu og kjósa fulltrúa sína til s...

Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði
Skoðun 9. september 2021

Náttúra Íslands, auðlind í landbúnaði

Landbúnaður og náttúruvernd eru hugtök sem gjarnan er stillt upp sem andstæðum. 

Ný verkefni í landbúnaði kalla á uppstokkun í stjórnsýslu
Skoðun 9. september 2021

Ný verkefni í landbúnaði kalla á uppstokkun í stjórnsýslu

Þegar tvær vikur eru til kosninga, sem haldnar verða 25. september næstkomandi, ...

Verðmætasköpun landbúnaðar
Skoðun 30. ágúst 2021

Verðmætasköpun landbúnaðar

Nú þegar líður að kosningum er rétt að fara skipulega yfir þróun búnaðarmála á k...

Gróðavon í orkunni
Skoðun 27. ágúst 2021

Gróðavon í orkunni

Bragð er að þá barnið finnur, segir máltækið. Nú virðast íslenskir fjármála­gosa...

Leppurinn og smásjáin
Skoðun 26. ágúst 2021

Leppurinn og smásjáin

Í Bændablaðinu hinn 22. júlí sl. birtist eftir mig grein undir fyrirsögninni „Að...

Kosningar hafa afleiðingar
Skoðun 26. ágúst 2021

Kosningar hafa afleiðingar

Kosningar eru hafnar á Íslandi, utankjörfundarstaðir voru opnaðir í liðinni viku...

Tækifæri í kynbótum nytjajurta
Skoðun 19. ágúst 2021

Tækifæri í kynbótum nytjajurta

Bóndi fyrir austan hélt því fram að það væri eins og menn hefðu tekið sér frí fr...