Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mörg málefni sem þarf að taka á
Mynd / smh
Skoðun 2. desember 2021

Mörg málefni sem þarf að taka á

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Ég vil óska Svandísi Svavarsdóttur til hamingju með nýtt embætti matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. við í landbúnaðargeiranum vonumst eftir góðu samstarfi við nýskipaðan ráðherra í þeim málefnum er snúa að starfsemi landbúnaðar og matvælaframleiðslu til framtíðar. Þar er af ýmsu að taka og mörg málefni sem þarf að taka á.

Fram kemur í nýjum stjórnarsáttmála að fjölmörg atriði snúa að landbúnaði sem ný ríkisstjórn leggur áherslu á. Eins og fram kemur í sáttmálanum um landbúnað eru eftirfarandi atriði sérstaklega tiltekin:

  1. Tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland verður lögð fram á Alþingi á fyrri hluta kjörtímabilsins. Verður þar byggt á grunni vinnu verkefnisstjórnar um landbúnaðarstefnu, „Ræktum Ísland!“, sem nú liggur fyrir.
  2. Sett verða metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla til að treysta fæðuöryggi. Með öflugri, innlendri matvælaframleiðslu er stuðlað að heilnæmi matvara og auknu matvælaöryggi, til að mynda til að viðhalda góðri stöðu Íslands varðandi sýklalyfjaónæmi. Tryggja þarf framhald aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.»
  3. Við endurskoðun búvörusamninga verður lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi með því að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Stuðningur hins opinbera verður samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun.
  4. Aukinni framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga. Mótuð verður heildstæð, tímasett aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju.
  5. Efla þarf landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Útfærður verður rammi um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun. 
  6. Lokið verður við endurskoðun viðskiptasamningsins við Evrópu­sambandið um landbúnaðarafurðir.
  7. Skilvirkni og afköst við tolleftirlit verða efld með innleiðingu stafrænna lausna á því sviði.
  8. Ráðist verður í heildstæða endurskoðun á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits á Íslandi. Markmið þeirrar vinnu verður að tryggja samræmt einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings.
  9. Huga þarf sérstaklega að regluverki svo það hamli ekki nýsköpun og framþróun, svo sem sölu afurða beint frá býli á neytendamarkað.
  10. Mikilvægt er að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, svo sem í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu. Ýta þarf undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun.

Ég vil þakka starfsmönnum Bænda­samtakanna fyrir frábæra vinnu við hugmyndir inn í stjórnarsáttmálann og samstöðu um þau málefni sem landbúnaðurinn leggur mesta áherslu á. Eins og áður segir hlakka ég til að takast á við þau verkefni sem áður eru talin ásamt fjölmörgum öðrum atriðum sem við þurfum að sinna.

Ýmis önnur atriði eru í stjórnarsáttmálanum sem snýr að landbúnaði, eins og loftslagsmál, byggðamál og jarðarmál, því allt eru þetta atriði sem skipta landbúnað miklu máli. Einnig eru atriði í kafla um menntamál sem eru okkur hugleikin þar sem enn hefur ekki verið skilgreind staða Garðyrkjuskólans á Reykjum. Ég vil hvetja nýjan ráðherra menntamála að gera það að sínum fyrstu verkum að koma þeim málum á hreint og það helst fyrir áramót.

Eins og áður hefur komið fram þá horfa menn fram á gríðarlegar hækkanir á áburðarverði á heimsmarkaði, nágrannalönd okkar hafa brugðist við þeim áhrifum á sinn landbúnað með fyrirhuguðum beinum stuðningi til bænda vegna þessara hækkana. Ég hvet til þess að þetta samtal verði tekið við forystu Bændasamtakanna um og þá  hvernig ríkisvaldið geti hugsanlega komið að þessum tímabundnu hækkunum þar sem þetta er verulegur útgjaldaliður í íslenskri matvælaframleiðslu.

Ég vil óska nýrri ríkistjórn til hamingju og treysti á gott samstarf á komandi kjörtímabili.

Skylt efni: stjórnarsáttmáli

Kaflaskil en engin sögulok
Skoðun 20. janúar 2022

Kaflaskil en engin sögulok

Góðkunningi heimsins, Steve Jobs, sagði að sú spurning ætti alltaf að vera efst ...

Skrítnir tímar
Skoðun 14. janúar 2022

Skrítnir tímar

Við upplifum skrítna tíma þessi miss­erin í skugga kórónuveiru sem stöðugt er að...

Saman stöndum vér
Skoðun 13. janúar 2022

Saman stöndum vér

Í upphafi vil ég óska öllum lesendum Bænda­blaðsins  gleðilegs árs og þakka fyri...

Íslenskt timbur, já takk!
Skoðun 6. janúar 2022

Íslenskt timbur, já takk!

Íslenskt timbur er gott timbur. Það er sjálfbært, vistvænt og vel vaxið. Í þjóðs...

Bændur og þjóðaröryggi
Skoðun 4. janúar 2022

Bændur og þjóðaröryggi

Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi, sem kom út fyrr á þessu ári, er fjallað með í...

Hagkvæmari mjólkurpottur með minna kolefnisspori
Skoðun 22. desember 2021

Hagkvæmari mjólkurpottur með minna kolefnisspori

Ein stærsta áskorun innlends landbúnaðar næstu ár er að draga úr losun gróður­hú...

Að tryggja afkomu
Skoðun 17. desember 2021

Að tryggja afkomu

Nú er senn að baki annað árið í sérkennilegu ástandi vegna heimsfaraldurs af völ...

Nýjar áskoranir á nýju ári
Skoðun 16. desember 2021

Nýjar áskoranir á nýju ári

Ágæti lesandi, nú líður að áramótum og er vert að fara yfir liðið ár og hvar við...