Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trúin á árangur
Lesendarýni 11. nóvember 2022

Trúin á árangur

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.

Það er engum blöðum um það að fletta að umræða um landbúnað og fæðuöryggi hefur tekið grundvallarbreytingum síðasta árið.

Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra.

Innrás Rússa í Úkraínu hefur mikil áhrif á gangverk matvælaframleiðslu á heimsvísu. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, til að mynda með hækkunum á aðföngum. En þessar áskoranir til skemmri tíma, sem snúast um að framleiða nægjanlegt magn, koma til viðbótar við langtímaverkefni um aðlögun að loftslagsbreytingum. 

Í næstu viku mun ég sitja fund landbúnaðarráðherra OECD, þar sem saman koma landbúnaðarráðherrar 50 ríkja. Umræðan á þeim fundi mun hverfast um þessar áskoranir. Enda glíma bændur og stjórnvöld alls staðar við sama, að tryggja fæðuöryggi og á sama tíma draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Stjórnvöld hafa komið til móts við landbúnaðinn á þessu ári með verulega auknum framlögum. Fyrst með 700 milljónum króna í vor vegna hækkana á áburðarverði síðastliðinn vetur og svo í kjölfar þeirra flekahreyfinga sem urðu á matvælamörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til að mæta þeim hækkunum skipaði ég spretthóp sem skilaði mér útfærðum tillögum um stuðning upp á 2,5 milljarða króna. Þessar tillögur gerði ég að mínum og fengu þær víðtækan pólitískan stuðning. Bróðurpartur af þeim stuðningi hefur nú verið greiddur út og afgangurinn verður greiddur út á næstu mánuðum.

Bændur hafa nú þegar sýnt að dæmið gangi upp

Að draga úr losun í landbúnaði er verkefni sem engir aðrir en bændur geta leyst. Vísindi og þekking geta vísað veginn en það er enginn annar en bændur sem koma hlutunum í verk.

Ég hef fulla trú á íslenskum bændum í þessu verkefni. Í gegnum verkefnið „loftslagsvænni landbúnaður“ hefur komið í ljós að það er mikill breytileiki í losun búa og til eru bú sem eru ekki bara loftslagshlutlaus, heldur binda mun meira kolefni heldur en þau losa.

Íslenskir bændur hafa nú þegar sýnt að verkefnið er yfirstíganlegt. Aukin framleiðni búfjár og ræktarlands, aukin nákvæmnisbúskapur og þekking við nýtingu áburðar varða leiðina.

Bændur hafa nú þegar sett sér metnaðarfull stefnumið í umhverfismálum sem eru í takti við áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum. Bændur og fyrirtæki þeirra hafa mikinn slagkraft þegar stefna er tekin á framfarir. Þetta sýna nýleg dæmi úr nautgriparækt þar sem byltingarkennd tækni við ræktun mjólkurkúa hefur verið tekin upp hérlendis, fáeinum árum eftir að það var talið fræðilega ómögulegt við íslenskar aðstæður.

Sami kraftur, byggður á þekkingu, nýsköpun og trúin á árangur verður lykillinn að því að landbúnaðurinn nái markmiðum í loftslagsmálum. Ég hef þessa trú á íslenskum landbúnaði.

Tíminn er á þrotum

Það er stundum sagt að eina auðlindin sem er ekki endurnýjanleg sé tíminn. Tíminn er á þrotum í loftslagsmálum. Ef ekki tekst að ná mun meiri árangri á næstu árum mun lausnunum fækka. Við verðum einfaldlega uppiskroppa með tíma. Við sjáum umræðu um íþyngjandi og umdeildar aðgerðir vera teknar til umræðu í nágrannalöndum okkar af fyllstu alvöru, hvað varðar metanlosun búfjár og áburðarnotkun. Mín sýn í þessum málum er skýr, ég trúi á hugvit íslenskra bænda til að ná árangri og til að gefa hugvitinu farveg þarf stjórnkerfið að launa árangur. Við þurfum framleiðnihvata í stað framleiðsluhvata. Ég er sannfærð um að lausnir sem miða að þátttöku bænda, í þessu stærsta verkefni okkar tíma, munu skila okkur þeim víðtæka árangri sem við þurfum á að halda.

Skylt efni: Fæðuröryggi

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...