Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Það er víða einfaldara að veiða minkana en að breyta þeim í peninga. Um 40 minkar voru teknir úr minkasíum í Rangárþingi ytra þessa daga í október. Verkstjóra í áhaldahúsi var bannað að taka við skottum.
Það er víða einfaldara að veiða minkana en að breyta þeim í peninga. Um 40 minkar voru teknir úr minkasíum í Rangárþingi ytra þessa daga í október. Verkstjóra í áhaldahúsi var bannað að taka við skottum.
Lesendarýni 8. janúar 2015

Sókn um Suðurland

Höfundur: Reynir Bergsveinsson
Það hófst í Gufudalnum árið 2002. Við sem þekktum svæðið vissum að það væru 3–4 minkar í boði. Tólf mánuðum síðar var búið að taka 20 minka. Tilraunadýrum fækkaði og sótt var á Suðurlandið. 
 
Það hófst í Ölfusinu, potaðist að Soginu. Varð að stórsókn við Þingvallavatn. Komst að Apavatni og Brúará. Er þó ekki enn í öllu Grímsnesinu, var hrakið frá Laugardalnum. Bætti í við Sogið. Úr þessari sóknarlýsingu fengust um 1.500 minkar. Á bak við aðgerðir við þingvallavatn og grennd stóðu lengi vel styrktaraðilar sem skildu að aðgerðir snerust ekki um minkaveiðar heldur tækni og þróunarstarf sem gæti orðið til þess að ná meiri árangri en áður hefði þekkst við minkaveiðar á Íslandi. Allmörg veiðifélög nýttu tæknina og hjálpuðu til við að mynda samfellu í aðgerðum, sem kalla mætti kerfi. Þannig óx kerfið um Rangárþing eystra og ytra og Gnúpverjahrepp og nú er kerfið líkt því sem súluritið sýnir.
 
Aðgerðasvæðið stendur aðallega á svæði sex sveitarfélaga. 4–5 sveitar­félög eru ekki inni. Reynt hefur verið að fá sveitarfélögin til þess að sameinast um aðgerðir. Ekki hefur orðið tilfinnanlegur árangur af því. Það er meira en slæmt að leggja hálfa starfsorkuna í þras við fólk sem vill halda í fornar hefðir í minkaveiðum. Menn fengu Símann þótt Sunnlendingar vildu það ekki.
 
Tilrauna- og rannsóknaverkefnið Ölfus-Öxará-Grímsnes (8 ár) skapaði þann árangur sem nú er unnið eftir á Suðurlandi. Bakhjarlar þess voru, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Þingvallaþjóðgarður og umhverfisráðuneyti. Þessir aðilar studdu rannsóknir og þróun aðferða við Þingvallavatn. Vegagerðin og Framleiðnisjóður styrktu fyrstu tilraunir. 
 
Tækifæri eru mörg forrituð þannig að ef þau koma þá er þeim næst ætlað að fara. Tækifærið, sókn gegn sunnlenskum minkum er núna. Núna er tækifæri til þess að sækja fram í öllum sveitarfélögum Suðurlands ef þau þiggja að sameinast í eitt verkefni, annars fer tækifærið. 
 
Fyrir nokkru var unnið útrýmingar­verkefni umhverfisráðuneytis við Eyjafjörð og skilaði að mati nánustu aðstandenda góðum árangri. Þess hefur þó hvergi verið getið að veiðar á hverjum minki kostuðu um 100.000 kr. Svo hins vegar í hliðstæðu verkefni á Suðurlandi telja sumir aðilar mátulegt að greiða 3.000 kr. á hvern mink, aðrir 10–12.000 kr. og enn aðrir að ekkert eigi að greiða fyrir veiðar.
 
Hreppamörk eru allvíða í árfarvegum. Á öðrum bakkanum er áhersla á árangur. Hinum megin ekki.
Það ástand er nú við Eystri-Rangá.  Þar sem veiðifélagið hefur þó lagt áherslu á minkinn burt.
 
Því er það nú og hefur lengi verið, alveg óhugsandi að vinna að framförum í minkaveiðum ef 30–50 sveitarstjórnarmenn eiga að ráða sóknarþunga og peningum. Sum sveitarfélög hafa orðið uppvís að því að vinna gegn framförum í minkaveiðum. Menn verða að taka til athugunar miklar kerfisbreytingar. Varðandi minkaveiðar á Íslandi.  Báknið burt!

2 myndir:

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...