Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Anna María Trang Davíðsdóttir að störfum í vinnslusal fyrirtækisins Ísteka, sem greinarhöfundur segir að sé eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem það skiptir við
Anna María Trang Davíðsdóttir að störfum í vinnslusal fyrirtækisins Ísteka, sem greinarhöfundur segir að sé eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem það skiptir við
Mynd / ehg
Lesendarýni 23. apríl 2021

Landbúnaður á forsendum morgundagsins

Höfundur: Svavar Halldórsson

Nauðsynleg og tímabær uppstokkun á íslensku landbúnaðarkerfi er yfirvofandi. Þar kemur margt til. Tækninýjungar, breytt viðhorf og öðruvísi neysla blasa við ef horft er yfir hið alþjóðlega matvælasvið. Þau ríki og búgreinar sem aðlagast þessu munu lifa af.

Að undanförnu hefur undirritaður vakið athygli á því í greinum og viðtölum að kröfur varðandi umhverfismál, gegnsæi og dýravelferð hljóta að verða til grundvallar opinberum stuðningi við matvælaframleiðslu á Íslandi. Næsti búvörusamningur verður allt öðruvísi en sá sem nú er hálfnaður.

Verðmætasköpun er grunnur lífskjara

Við munum í auknum mæli sjá samruna atvinnugreina, meðal annars í nýjum líftæknifyrirtækjum sem nýta afurðir plantna og dýra til að skapa verðmætar afurðir. Við höfum nokkur nýleg íslensk dæmi þar sem nýsköpunarfyrirtæki sem vinna með afurðir plantna eða dýra hafa slitið barnsskónum og eru að skila milljarða gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að nýta hugvit og menntun til að skapa verðmæti og útflutningstekjur úr hreinni íslenskri náttúru. Oft er þetta verðmætasköpun á sviði fæðubótar- eða lyfjaiðnaðar sem ekki var til fyrir fáeinum áratugum. Vart þarf að deila um að öflug fyrirtæki og atvinnulíf eru grundvöllur góðra lífskjara hér á landi til lengri tíma.

Öflug líftæknifyrirtæki í sókn

Algalíf, Ísteka, Primex, Genís og Kerecis eru dæmi um fyrirtæki af þessum toga. Öll eiga þau það sameiginlegt að nýta hugvit og líftækni til að skapa störf. Öll eru þau líka til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfismálum, dýravelferð og öðru er lýtur að samfélagsábyrgð. Rétt er að nefna alveg sérstaklega Algalíf og Ísteka, en segja má um bæði fyrirtæki að þau séu vaxin upp úr sprotastiginu. Hvort um sig skapar nú um 40 vellaunuð störf og bæði skila samfélaginu umtalsverðum gjaldeyristekjum.

Bindur kolefni og losar súrefni

Bæði þessi fyrirtæki eru einnig til fyrirmyndar þegar í umhverfis- og samfélagsmálum. Algalíf, sem framleiðir fæðubótarefnið astaxanthín úr plöntu-örþörungum, er líklega eitt af fáum fyrirtækjum landsins sem bindur meira kolefni en það losar. Þetta skýrist af því að hliðarafurð þess er ekki kolefni sem þarf að jafna eins og hjá flestum, heldur súrefni sem losað er út í andrúmsloftið.

Sérstakir samningar um dýravelferð

Líftæknifyrirtækið Ísteka er eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem það skiptir við. Fyrirtækið framleiðir verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Allt ferlið er vottað og undir eftirliti dýralækna og innlendra og erlendra stofnana. Líftæknifyrirtæki af þessu tagi eru afar mikilvæg fyrir Ísland. Þau fimm fyrirtæki sem nefnd voru hér að framan skila líklega fjórum til fimm milljörðum króna af gjaldeyri til þjóðarbúsins á ári. Fyrir utan auðvitað að skapa samanlagt um 150 störf.

Skynsamleg auðlindanýting

Mikilvæg forsenda þess að Ísland geti verið góður staður til að búa á, er að við nýtum auðlindir okkar og hugvit til að skapa verðmæti. Undirritaður hefur að undanförnu bent á það í nokkrum greinum að tími sé kominn til að stokka upp íslenska landbúnaðarstefnu og gera umhverfismál að hornsteini sem allt annað hvílir á. Gera ætti ströng skilyrði um umhverfisábyrgð, gegnsæi og dýravelferð að forsendum þess að hið opinbera styðji við landbúnað eða aðra matvælaframleiðslu. Sem betur fer eru langflestir bændur, útgerðir og aðrir sem að þessum greinum koma, með þessi mál í mjög fínu lagi. Með vandaðri stefnumótun sem byggir á bestu fáanlegu upplýsingum og rannsóknum – og auðvitað upplýstum spám um hvert við stefnum – er líklegt að við getum tryggt framtíðarlandbúnað í sessi. Þannig gætum við tryggt að komandi kynslóðir taki við blómlegum sveitum um allt land. En þá verðum við líka að vera óhrædd að stíga þau skref sem nauðsynleg eru og taka ákvarðanir á þeim forsendum sem hér hafa verið ræddar.

Svavar Halldórsson
Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu,
stefnumótun og markaðsmálum.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...