Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Kolefnisbinding í sauðfjárrækt
Mynd / Myndasafn Bbl
Lesendarýni 9. nóvember 2023

Kolefnisbinding í sauðfjárrækt

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson,  Vatnshömrum í Andakíl.
Á undanförnum árum hefi ég fjallað um kolefnisspor dilkakjöts frá ýmsum hliðum.  Í Bændablaðinu 22. 9. 2022 skrifaði ég grein þar sem niðurstaðan var að hver hektari af vel grónum úthaga, í eigu bónda, nægði til að koma kolefnisspori dilkakjöts í núll.  
Sveinn Hallgrímsson.
Þá væri dilkakjötið kolefnishlutlaust, það er að engin losun CO2 umfram bindingu CO2 ætti sér stað við framleiðslu dilkakjöts.
Í útreikningum á kolefnisspori sauðfjárræktar sem Umhverfisráðgjöf Íslands (Birna Sigrún Hallsdóttir og Stefán Gíslason 2017) gerði fyrir sauðfjárbændur, er talið að losun vegna áburðarnotkunar við framleiðslu dilkakjöts 2015 hafi verið sem hér segir:
1. Glaðloft vegna notkunar tilbúins áburðar: 14,3 Gg CO2  íg
2. Notkun kalks og þvagefnis: 2,2 Gg CO2  íg
3. Framleiðsla og flutningur tilbúins áburðar: 5,8 Gg CO2  íg
4. Metan vegna geymslu búfjáráburðar: 11,7 Gg CO2  íg
5. Glaðloft vegna geymslu búfjáráburðar: 14,5 Gg CO2  íg
6. Glaðloft vegna notkunar búfjáráburðar: 45,8  Gg CO2  íg
Samtals  vegna áburðar við heyframleiðslu: 94,3  Gg CO2  íg
Þessu er deilt á framleiðslu dilkakjöts (kindakjöts) 2015 sem var 10.185 tonn, sem þýðir að vegna áburðar til heyöflunar fyrir sauðfé var 94,300/10185= 9,26 kg koltvísýrings á hvert kg dilkakjöts (kindakjöts) árið 2015 vegna áburðarnotkunar.  
Hér er útgjaldahliðin talin til, en ekki binding kolefnis vegna heyframleiðslu. Hér verður binding kolefnis vegna heyframleiðslu skoðuð.
Grasvöxtur verður vegna tillífunar:  CO2  verður að kolefni og fleiri efnum í plöntunni.  Grasið, sem verður að heyfóðri kindarinnar bindur kolefni.  Fyrir hvert kg þurrefnis í heyi bindast 0,43 kg C.  
Það þýðir að 1 kg þurrefnis bindur 0,43X3,67 = 1,58 kg CO2.  
Heyforði sem ætlaður er til fóðrunar ærinnar yfir veturinn er um 0,7 FE á dag. Auk þess þarf ærin til fósturmyndunar um 14,0  FE fyrir einlembing og 20,0 FE fyrir tvílembinga.  Árið 2022 fæddust 1,84 lömb á fullorðna á og 0,93 lömb á veturgamlar ær (Eyþór Einarsson og Árni Bragason 2023).  
Vegið meðaltal er tæplega  1,7 lömb eftir hverja á árið 2022, samanber tölur úr fjárræktarfélögunum 2022.  
Sé reiknað með 180 daga innifóðrun er fóðurþörf til viðhalds yfir veturinn þessi:
Viðhaldsfóður 180x0,7 126,0 FE
Fósturmyndun einl. 0,3x14 4,2 FE
Fósturmyndun tvíl.  0,7x20 14,0 FE
Samtals 144,2 FE
Þess skal getið að 1976 þegar útreikningar þessir voru fyrst gerðir, var reiknað með að fóður til fósturmyndunar einlembings væri 12 FE og 18 á tvílembinga, en hér er eiknað með 14 og 20 FE vegna meiri fæðingarþunga lamba. 
Til að fullnægja fóðurþörfinni sé miðað við að 1,2 kg þurrefnis í heyi þurfi í fóðureiningu: 144,2x1,2 = 172,8 kg þurrefnis í heyi í vetrarfóðri ærinnar að jafnaði.  
Hér að framan kom fram að 1,0 kg þurrefnis í heyi bindi 1,58 kg CO2. Binding kolefnis vegna heyfóðurs ærinnar er því 1,58x172,8= 273,0 kg CO2  á ári vegna vetrarfóðurs ærinnar. 
Hér er eingöngu binding kolefnis vegna uppskeru, en nokkuð verður alltaf eftir á túninu, sem ekki er tekið með hér.  Hins skal getið, að í Norður Noregi og Svíþjóð er talið að 1100- 1500 kg CO2 bindist í jarvegi túns á ha á hverju ári.  
Gefi hektarinn 30 ærfóður/ári er þetta viðbótar binding sem nemur 1200/30= 40 kg CO2  á á, á ári.  Ærin bindur því nettó 40+273= 313 kg CO2 á á á ári.  Við þetta má svo bæta að ásetningsgimbrin er ekki fullvaxin. 
Ég áætla að meðalþungi ásetningsgimbra séu 45 kg og að meðal þungi fullvaxinnar ær sé um 70 kg.  Á 1. vetri þarf ásetningsgimbrin að vaxa 25 kg.  Talið er að um 3,5 FE þurfi á þessu tímabili til að framkalla vöxt upp á 1,0 kg.
Vöxtur úr um 25 kg: 25x3,5=  87,5 FEx 1,2 =105 kg þurrefnis í heyi. 
Það gera: 105x1,58=  165,9 kg CO2 ígilda
Ég reikna því með að hver ær bindi að minnsta kosti 273+40+165,9 = 479 kg CO2–ígilda nettó á ári.  
Vísa til fyrri greina um sama efni í Bændablaðinu undanfarin ár.
Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar
Lesendarýni 1. mars 2024

Falskt fæðuöryggi undir merkjum ofstjórnar

Þess gætir í vaxandi mæli í þjóðfélaginu að dregnar eru upp sviðsmyndir sem í eð...

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda
Lesendarýni 28. febrúar 2024

EES-samningurinn vinnur gegn rekstrarumhverfi íslenskra bænda

Eftir 1. júlí 2024 mega bændur ekki endurnota eyrnamerki/ örmerki sín í sauðfé, ...

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB
Lesendarýni 28. febrúar 2024

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB

Árið 1993 var lokið við gerð samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði og hann l...

Mikil er trú þín, Ragnar
Lesendarýni 22. febrúar 2024

Mikil er trú þín, Ragnar

Í Bændablaðinu þann 8. febrúar sl. birtist grein eftir Ragnar Árnason, prófessor...

Gerist ekkert hjá VG?
Lesendarýni 20. febrúar 2024

Gerist ekkert hjá VG?

Nú á tímum orkuskipta er mikilvægt að næg orka sé til svo hægt verði að halda áf...

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi o...

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt
Lesendarýni 16. febrúar 2024

Greiðslumarkskerfið er kúabændum hagfellt

Fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið 2016, kom ég að því verki ásamt öðrum að gera...

Eru auðlindir Íslands til sölu?
Lesendarýni 14. febrúar 2024

Eru auðlindir Íslands til sölu?

„Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eft...