Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hversu næg er íslensk þjóð sér um matvæli?
Mynd / Odd Stefan
Lesendarýni 11. maí 2021

Hversu næg er íslensk þjóð sér um matvæli?

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í febrúar kom út rit LbhÍ nr. 139 sem ber heitið Fæðuöryggi á Íslandi. Í ritinu er sjónum beint að matvælaframleiðslu og því hver áhrif yrðu á framleiðslu ef skortur yrði á innfluttum(?)„… aðföngum sem nú eru nýtt til framleiðslu á grunnhráefnum til matvælaframleiðslu“.

Greining sem gerð er frá þessum sjónarhóli lítur augljóslega fram hjá þeirri augljósu staðreynd að verði skortur á þessum aðföngum er í hæsta máta líklegt að truflanir verði á öðrum aðdráttum til landsins s.s. tilbúnum matvælum. Þær truflanir gætu orðið mun afdrifaríkari en skortur á aðföngum til matvælaframleiðslu.

Í greiningu LbhÍ er annars komið víða við. Ekki er hjá því komist að gera fáeinar athugasemdir við þá umfjöllun.

Í samantektarkafla skýrslunnar segir að innlend framleiðsla nemi 99% af framboði af mjólkurvörum. Ég hef hvergi í skýrslunni fundið á þessu nánari skýringu, næst því kemst líklega mynd á bls. 21. Samkvæmt opinberum tölum ársins 2020 nemur innflutningur miðað við próteinefnaþátt mjólkur 5,4% af sölu sem væntanlega er jafnt neyslu innanlands (að matarsóun frádreginni) og 3,5% miðað við fituinnihald. Þar af nema innfluttir ostar 645 tonnum sem svarar til 9,7% markaðarins.

Þá segir að innlend kjötframleiðsla anni 90% af heildarneyslu landsmanna. Hvergi sér þess hins vegar stað að tekið hafi verið tillit til innflutnings á unnum kjötvörum. Samkvæmt íslenskum hagskýrslum nam hann t.d. 399 tonnum árið 2019 frá löndum ESB en ef litið er til útflutningsskýrsla ESB nam hann 1.045 tonnum sem er umtalsvert magn og nauðsynlegt að geta um í samantekt sem þessari. Eins er ekki skýrt hvort innflutningur á kjöti er talinn eins og í skýrslum Hagstofunnar eða leiðrétt miðað við að um beinlaust kjöt er oftast um að ræða, svo það sé samanburðarhæft við innlendar tölur. Þá er ósvarað spurningu hvernig skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að 96% af neyslu eggja séu innlend framleiðsla. Engin fersk og ógerilsneydd egg eru flutt inn til neyslu hér á landi, aðeins egg til útungurnar. Ef átt er við innflutning á meðhöndluðum eggjum (ekki í skurn) hefði verið gott að það kæmi fram.

Í kafla 4 er síðan umfjöllun um fæðuöryggi á heimsvísu. Þar er loks að finna umfjöllun sem hefur að mati undirritaðrar meiri þýðingu, þ.e. um „fæðusjálfstæði“ (e. food independency). Hér er komið nær því viðfangsefni að fjalla beinlínis um hve mikið er framleitt innanlands af þeim matvælum sem við neytum. Þessi hlið málsins hefur fengið mikla umfjöllun t.d. í Noregi sjá t.d. bæði skýrslu norska umhverfisráðuneytisins https://www.miljodirektoratet.no/globalassets/publikasjoner/m1625/m1625.pdf og athugasemdir norsku Landbúnaðar­greiningarstofunnar (n. Agri Analyse). https://www.­­agri­analyse.no/getfile.php/135599-1589190983/Doku­menter/Dokumenter%202020/Arbeidsnotat%202%202020%20selvforsyning_.pdf.

Í þessum norsku skýrslum er notað hugtakið „selvforsyningsgrad“ sem mætti þýða sem „sjálfsnægtahlutfall“. Það segir til um hve hátt hlutfall neyslu kemur frá innlendri (norskri) framleiðslu, sjá bls. 213 í skýrslu norska umhverfisráðuneytisins. Í mynd A 63 á sömu bls. er rakið hvert sjálfsnægtahlutfallið er fyrir helstu afurðir norsks landbúnaðar. Á þeim grunni er síðan í skýrslunni fjallað um áhrif þess að breyta neyslumynstri matvæla, t.d. að draga úr neyslu á rauðu kjöti til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, á þetta sjálfsnægtahlutfall.

Nú stendur yfir landskönnun á mataræði meðal Íslendinga á vegum Embættis landlæknis. Samkvæmt upplýsingum þaðan er von á að niðurstöður liggi fyrir í haust. Þær verða mikilvægt innlegg í umræðu um hve hátt hlutfall þeirra matvæla sem neytendur innbyrða er komið úr nærumhverfinu (íslenskt) og hve hátt hlutfall er innflutt. Út frá því má skoða t.d. áhrif breyttra neysluviðmiða t.d. vegna aðgerða í loftslagsmálum á fyrrnefnt sjálfsnægtahlutfall. Í framhaldinu væri eðlilegt að taka hliðsjón af því í stefnumótun fyrir íslenskan landbúnað.

Erna Bjarnadóttir
verkefnastjóri MS

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...